Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið 14. mars 2015 13:00 Vladimír Pútín Forseti Rússlands virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana.fréttablaðið/EPA Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira