
Grafarholtið er umkringt skriðdrekum
Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna.
Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar.
Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við.
Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott.
Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert.
Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar.
Skoðun

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar