Grafarholtið er umkringt skriðdrekum Illugi Jökulsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Gott fólk. Reynið að ímynda ykkur hvernig börnunum okkar myndi líða ef hér brytist skyndilega út óskiljanleg grimmileg borgarastyrjöld. Grafarholtið væri umkringt skriðdrekum. Í Vesturbænum stæði hreinlega ekki steinn yfir steini. Allir íbúar Ísafjarðar hefðu hrakist á flótta. Á Egilsstöðum væri barist hús úr húsi. Á Hellu hefðust börnin við í húsarústum, klæðlítil án matar, allir fullorðnir á brott. Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna. Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar. Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott. Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert. Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Gott fólk. Reynið að ímynda ykkur hvernig börnunum okkar myndi líða ef hér brytist skyndilega út óskiljanleg grimmileg borgarastyrjöld. Grafarholtið væri umkringt skriðdrekum. Í Vesturbænum stæði hreinlega ekki steinn yfir steini. Allir íbúar Ísafjarðar hefðu hrakist á flótta. Á Egilsstöðum væri barist hús úr húsi. Á Hellu hefðust börnin við í húsarústum, klæðlítil án matar, allir fullorðnir á brott. Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna. Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar. Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott. Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert. Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar