Rosalega ánægð með mína stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 10:00 Hafdís náði að vera meðal tólf efstu. vísir/epa Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24
Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02