Framsókn mannréttinda Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun