Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs 2. mars 2015 07:30 Stjórnarandstæðingar saka Pútín um að bera ábyrgð á morðinu. Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira