Nýtt nafn á kvennabikarinn í ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Rakel Dögg. vísir/valli Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira