Glórulaust Kaupþingslán Skjóðan skrifar 25. febrúar 2015 11:00 Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira