Listrænn stjórnandi og einn af fjórum stofnendum Galvan er hin íslenska Sólveig Káradóttir en merkið var stofnað vorið 2014.
Það þykir mikil kynning fyrir tískumerki þegar stjörnur af stærðargráðu Rihönnu klæðast hönnun þeirra á rauða dreglinum en ekki er langt síðan leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist öðrum samfestingi frá merkinu í sjónvarpsviðtali á Bravo TV.
Á síðunni Matchesfashion.com er hægt að fjárfesta í umræddum samfestingi, sem einnig er til í hvítu.