Tíska, tattú og tónlist Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Herratrend strákarnir ætla sér stóra hluti í blogginu. Vísir/Stefán Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira