Skemmtileg vegferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 13:00 „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina.“ Fréttablaðið/Ernir „Við Tómas höfum unnið stíft saman frá áramótum,“ segir Ómar Guðjónsson gítarleikari, sem einmitt er í bröns hjá Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara þegar hann svarar í símann. Þeir félagar ætla að troða upp í kvöld með nýtt og frumsamið efni í bland við eldri lög í Björtu loftum á 5. hæð í Hörpunni á tónleikum djassklúbbsins Múlans sem hefjast klukkan 21. Ómar segir þá Tómas hafa unnið mikið saman síðustu tíu ár og átt sér þann draum að semja ofan í hvor annan. „Við vorum lengi að finna formið en síðasta sumar ákváðum við að taka verkefnið föstum tökum árið 2015 og byrja bara 1. janúar að vinna,“ segir Ómar og heldur áfram: „Þetta er gott ritúal. Ég kem tvisvar í viku til Tomma í tíukaffi, síðan förum við út í skúr og djömmum og síðan endar þetta í afgangaveislu í hádeginu.“ Þeir félagar ætla að leyfa gestum á tónleikum Múlans að heyra afrakstur undanfarinna vikna í kvöld, Ómar segir það fyrsta skrefið í átt að nýrri plötu. „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina,“ segir Ómar. „Þá verður vegferðin skemmtileg.“ Ómar tekur fram að þeir Tómas séu bara með hluta tónleikanna því Tríó Kjarr, sem í eru Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, Jakob Hagedorn Olsen gítarleikari og Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, muni flytja fjölbreytta dagskrá eftir höfunda á borð við Monk, Hancock, Jarrett og Swallow ásamt frumsömdu efni. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við Tómas höfum unnið stíft saman frá áramótum,“ segir Ómar Guðjónsson gítarleikari, sem einmitt er í bröns hjá Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara þegar hann svarar í símann. Þeir félagar ætla að troða upp í kvöld með nýtt og frumsamið efni í bland við eldri lög í Björtu loftum á 5. hæð í Hörpunni á tónleikum djassklúbbsins Múlans sem hefjast klukkan 21. Ómar segir þá Tómas hafa unnið mikið saman síðustu tíu ár og átt sér þann draum að semja ofan í hvor annan. „Við vorum lengi að finna formið en síðasta sumar ákváðum við að taka verkefnið föstum tökum árið 2015 og byrja bara 1. janúar að vinna,“ segir Ómar og heldur áfram: „Þetta er gott ritúal. Ég kem tvisvar í viku til Tomma í tíukaffi, síðan förum við út í skúr og djömmum og síðan endar þetta í afgangaveislu í hádeginu.“ Þeir félagar ætla að leyfa gestum á tónleikum Múlans að heyra afrakstur undanfarinna vikna í kvöld, Ómar segir það fyrsta skrefið í átt að nýrri plötu. „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina,“ segir Ómar. „Þá verður vegferðin skemmtileg.“ Ómar tekur fram að þeir Tómas séu bara með hluta tónleikanna því Tríó Kjarr, sem í eru Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, Jakob Hagedorn Olsen gítarleikari og Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, muni flytja fjölbreytta dagskrá eftir höfunda á borð við Monk, Hancock, Jarrett og Swallow ásamt frumsömdu efni.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira