Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Aníta Hinriksdóttir þakkar keppinautum sínum eftir hlaupið í Kaplakrika í gær. fréttablaðið/valli Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira
Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira