Kökumylsna handa öllum Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun