Karlmenn og tilfinningar Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2015 15:00 Rakel McMahon birtir verk um karlmennsku á sýningu í Hverfisgalleríi sem hún opnar á morgun. Fréttablaðið/Anton Fyrsta sýning Hverfisgallerísins eftir sameiningu við gallerí Þoku verður opnuð á morgun, 7. febrúar klukkan 17 til 19 þegar Rakel McMahon ríður á vaðið með sýninguna View of Motivation sem er röð málverka unninna á pappír. Í verkum sínum tekst Rakel McMahon oft á við það hvernig karlmenn og tilfinningar virðast oft ekki eiga samleið. En á fótboltavellinum gildi aðrar reglur um tjáningu karlmanna á tilfinningum sínum. Fótboltalið er hópur ellefu karlmanna sem eru ímynd karlmennskunnar; manna sem samt sem áður hika ekki við að sýna sterkar tilfinningar og hlýhug hver til annars á leikvellinum. Þar má sjá kossa, faðmlög, flengingar, hopp hvers á annan ásamt ágengni og öskrum. Völlurinn er sannkallaður hrærigrautur tilfinninga. Leikmenn fá tækifæri til að vera nánir öðrum karlmönnum og sýna tilfinningar sínar frammi fyrir stórum áhorfendahópi án þess að vera dæmdir. Í verkum sínum gagnrýnir Rakel McMahon staðalímyndir karla á gamansaman hátt með því að leggja áherslu á tengingu milli samkynhneigðar og einlægrar væntumþykju meðal karlmanna sem brýst út í frekar fáránlegu sögusviði. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsta sýning Hverfisgallerísins eftir sameiningu við gallerí Þoku verður opnuð á morgun, 7. febrúar klukkan 17 til 19 þegar Rakel McMahon ríður á vaðið með sýninguna View of Motivation sem er röð málverka unninna á pappír. Í verkum sínum tekst Rakel McMahon oft á við það hvernig karlmenn og tilfinningar virðast oft ekki eiga samleið. En á fótboltavellinum gildi aðrar reglur um tjáningu karlmanna á tilfinningum sínum. Fótboltalið er hópur ellefu karlmanna sem eru ímynd karlmennskunnar; manna sem samt sem áður hika ekki við að sýna sterkar tilfinningar og hlýhug hver til annars á leikvellinum. Þar má sjá kossa, faðmlög, flengingar, hopp hvers á annan ásamt ágengni og öskrum. Völlurinn er sannkallaður hrærigrautur tilfinninga. Leikmenn fá tækifæri til að vera nánir öðrum karlmönnum og sýna tilfinningar sínar frammi fyrir stórum áhorfendahópi án þess að vera dæmdir. Í verkum sínum gagnrýnir Rakel McMahon staðalímyndir karla á gamansaman hátt með því að leggja áherslu á tengingu milli samkynhneigðar og einlægrar væntumþykju meðal karlmanna sem brýst út í frekar fáránlegu sögusviði.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira