Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar