Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun