Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 Pólverjar voru brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir Katar í undanúrslitum HM. vísir/getty Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira