Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum viktoría hermannsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Feriane er blaðamaður frá Alsír sem kom hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum. Fréttablaðið/Valli Hópur hælisleitenda mótmælti í gær löngum málsmeðferðartíma í málum þeirra. Allir búa þeir í Reykjanesbæ og mótmæltu því hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir þeirra um hæli hérlendis. Fréttablaðið fylgdist með mótmælunum. Meðal mótmælenda var Feriane Amrouni, þriggja barna einstæð móðir frá Alsír, sem beðið hefur í tæp tvö ár í óvissu um það hvort hún og börn hennar fái hæli hérlendis. Hún mætti með börn sín þrjú á mótmælin. „Ég var blaðamaður í Alsír og bjó við mjög slæmar aðstæður. Ég kom hingað til þess að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir hún. Hópurinn mætti fyrst til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið en fékk þá þær upplýsingar að kærunefnd útlendingamála sem nýlega tók til starfa hefði aðsetur í húsnæði stjórnarráðsins við Skuggasund. Hópurinn hélt þangað í þeirri von að fá svör við spurningum sínum. „Við erum þreytt á því að yfirvöld hundsi okkur, það vill enginn tala við okkur. Við fáum engin svör,“ segir Adam Ibrahim Pasha.Hópurinn mótmælti því hversu langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra. Á meðan bíði þeir í algjörri óvissu. Fréttablaðið/ValliÚtlendingastofnun synjaði umsókn hans um hæli í október en hann kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins í sama mánuði. Samkvæmt lögum ráðuneytisins átti hann að fá svör innan þriggja mánaða en hefur enn engin svör fengið. Þegar komið var í húsnæði stjórnarráðsins stillti hópurinn sér upp í anddyrinu með mótmælaskilti. Niður kom formaður kærunefndarinnar og hlustaði á hópinn sem Adam er í forsvari fyrir. „Ég bið ykkur að sýna þolinmæði. Ég veit ég er að biðja um mikið en ég get ekki lofað neinu. Það er nýbúið að flytja þessi mál hingað og við erum að setja okkur inn í þetta. Það mun einhverjum málum ljúka í þessum mánuði. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur einhverja dagsetningu en ég get það ekki,“ sagði Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar. „Getur þú þá allavega lofað að það verði eitthvað gert í hennar málum? Hún er með þrjú börn,“ sagði einn í hópnum og benti á Feriane. „Hún er búin að bíða í næstum tvö ár, hún verður að fá einhver svör,“ sagði hann. „Ég hef enga von fyrir mig og börnin. Okkur langar að búa hér,“ sagði Feriane. Hjörtur hlustaði á raunalegar sögur hælisleitendanna. Flestir höfðu flúið föðurlandið ýmist vegna ofsókna eða stríðsástands. Sumir flækst milli landa í von um öruggan stað undanfarin ár. Það var augljóst að það reyndist þeim erfitt að segja sögu sína. „Gerðu það, hjálpaðu mér,“ sagði einn hælisleitendanna með tárin í augunum. „Við viljum bara vera örugg.“ Hælisleitendurnir segja allir að biðin taki mikið á og eins óvissan sem fylgi því að vita ekki hvað verði. Meðan þeir eru hér mega þeir ekki vinna og bíða örlaga sinna í algjörri óvissu.MótmælendurElstu málin sett í forgang „Það er mjög alvarlegt. Þetta er eitthvað sem ég vonast til að komi ekki til með að gerast undir þessari nefnd,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar um útlendingamál, um mál Feriane. Hann tók við starfinu 14. janúar og segir 105 mál vera á borði nefndarinnar. Flest málin séu frá 2014 en einhver þeirra frá 2013. Það verður sett í forgang að afgreiða þau. Hjörtur segir það hafa verið gott að hitta hælisleitendurna og heyra þeirra sögur. „Mér finnst mjög mikilvægt að það sé þessi samræða milli hælisleitenda og þeirra sem fara með þeirra mál. Mér finnst gott að heyra frá þeim og skilja betur þeirra sjónarmið.“ Hann segist telja að málsmeðferð í þessum málum hafi hingað til verið vönduð og of snemmt sé að segja til um hvort hún komi til með að breytast eitthvað með nýstofnaðri kærunefnd. „Hugmyndin er að tryggja að réttindi þeirra séu tryggð. Að við förum að íslenskum lögum og þeim skuldbindingum sem við erum bundin af á sviði mannréttinda og flóttamannaréttar,“ segir hann. Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hópur hælisleitenda mótmælti í gær löngum málsmeðferðartíma í málum þeirra. Allir búa þeir í Reykjanesbæ og mótmæltu því hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir þeirra um hæli hérlendis. Fréttablaðið fylgdist með mótmælunum. Meðal mótmælenda var Feriane Amrouni, þriggja barna einstæð móðir frá Alsír, sem beðið hefur í tæp tvö ár í óvissu um það hvort hún og börn hennar fái hæli hérlendis. Hún mætti með börn sín þrjú á mótmælin. „Ég var blaðamaður í Alsír og bjó við mjög slæmar aðstæður. Ég kom hingað til þess að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir hún. Hópurinn mætti fyrst til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið en fékk þá þær upplýsingar að kærunefnd útlendingamála sem nýlega tók til starfa hefði aðsetur í húsnæði stjórnarráðsins við Skuggasund. Hópurinn hélt þangað í þeirri von að fá svör við spurningum sínum. „Við erum þreytt á því að yfirvöld hundsi okkur, það vill enginn tala við okkur. Við fáum engin svör,“ segir Adam Ibrahim Pasha.Hópurinn mótmælti því hversu langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra. Á meðan bíði þeir í algjörri óvissu. Fréttablaðið/ValliÚtlendingastofnun synjaði umsókn hans um hæli í október en hann kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins í sama mánuði. Samkvæmt lögum ráðuneytisins átti hann að fá svör innan þriggja mánaða en hefur enn engin svör fengið. Þegar komið var í húsnæði stjórnarráðsins stillti hópurinn sér upp í anddyrinu með mótmælaskilti. Niður kom formaður kærunefndarinnar og hlustaði á hópinn sem Adam er í forsvari fyrir. „Ég bið ykkur að sýna þolinmæði. Ég veit ég er að biðja um mikið en ég get ekki lofað neinu. Það er nýbúið að flytja þessi mál hingað og við erum að setja okkur inn í þetta. Það mun einhverjum málum ljúka í þessum mánuði. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur einhverja dagsetningu en ég get það ekki,“ sagði Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar. „Getur þú þá allavega lofað að það verði eitthvað gert í hennar málum? Hún er með þrjú börn,“ sagði einn í hópnum og benti á Feriane. „Hún er búin að bíða í næstum tvö ár, hún verður að fá einhver svör,“ sagði hann. „Ég hef enga von fyrir mig og börnin. Okkur langar að búa hér,“ sagði Feriane. Hjörtur hlustaði á raunalegar sögur hælisleitendanna. Flestir höfðu flúið föðurlandið ýmist vegna ofsókna eða stríðsástands. Sumir flækst milli landa í von um öruggan stað undanfarin ár. Það var augljóst að það reyndist þeim erfitt að segja sögu sína. „Gerðu það, hjálpaðu mér,“ sagði einn hælisleitendanna með tárin í augunum. „Við viljum bara vera örugg.“ Hælisleitendurnir segja allir að biðin taki mikið á og eins óvissan sem fylgi því að vita ekki hvað verði. Meðan þeir eru hér mega þeir ekki vinna og bíða örlaga sinna í algjörri óvissu.MótmælendurElstu málin sett í forgang „Það er mjög alvarlegt. Þetta er eitthvað sem ég vonast til að komi ekki til með að gerast undir þessari nefnd,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar um útlendingamál, um mál Feriane. Hann tók við starfinu 14. janúar og segir 105 mál vera á borði nefndarinnar. Flest málin séu frá 2014 en einhver þeirra frá 2013. Það verður sett í forgang að afgreiða þau. Hjörtur segir það hafa verið gott að hitta hælisleitendurna og heyra þeirra sögur. „Mér finnst mjög mikilvægt að það sé þessi samræða milli hælisleitenda og þeirra sem fara með þeirra mál. Mér finnst gott að heyra frá þeim og skilja betur þeirra sjónarmið.“ Hann segist telja að málsmeðferð í þessum málum hafi hingað til verið vönduð og of snemmt sé að segja til um hvort hún komi til með að breytast eitthvað með nýstofnaðri kærunefnd. „Hugmyndin er að tryggja að réttindi þeirra séu tryggð. Að við förum að íslenskum lögum og þeim skuldbindingum sem við erum bundin af á sviði mannréttinda og flóttamannaréttar,“ segir hann.
Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00