Leikjaheimurinn stærri en Hollywood Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2015 09:30 Elísabet Grétarsdóttir hafði unnið sem markaðsstjóri Arion banka í tvö ár þegar henni bauðst starf hjá dótturfyrirtæki EA Games. Hún segist hafa gaman af að ögra sjálfri sér og að tækifærin gefist þegar á móti blási. vísir/gva Elísabet Grétarsdóttir, markaðsstóri Arion banka, flytur til Svíþjóðar um næstu mánaðamót til að taka við stöðu hjá EA Games sem markaðsstjóri Battlefield-leiksins vinsæla. Það er DICE-stúdíóið í Stokkhólmi, dótturfyrirtæki EA Games, sem framleiðir leikinn. Elísabet var áður markaðsstjóri EVE Online og þekkir því vel til markaðssetningar á tölvuleikjum. Elísabet segir að aðdragandinn að þessu nýja starfi hafi verið stuttur en eigi sér lengri sögu.Lítill heimur „Leikjaiðnaðurinn á Norðurlöndunum er þannig að þetta eru nokkur stór fyrirtæki og samgangur á milli. Maður kannast við fólkið sem er að vinna þarna að verkefnum,“ segir Elísabet. Áherslur hjá DICE hafi þróast og séu nú í samræmi við sérþekkingu hennar. „Þar af leiðandi leituðu þau til mín enda könnuðust þau við mig,“ segir Elísabet. Sérþekking Elísabetar felst ekki síst í því að vinna með lausnir til þess að viðhalda sambandi við viðskiptavininn. Hún segir að viðskiptalíkön tölvuleikjafyrirtækjanna séu að breytast þannig að þau snúist ekki lengur um eina sölu, heldur einnig um það að viðhalda viðskiptavininum í lengri tíma.Er þá módelið sem þessi leikur, Battlefield, byggist á eitthvað svipað og hjá Eve Online? „Nei, Eve Online er áskriftarmódel þannig að það snýst um það að viðhalda sambandi við viðskiptavininn. Og fá hann til að kaupa einn mánuð í viðbót, eða þrjá mánuði og svo framvegis. Elísabet bendir á að Battlefield sé „console“-leikur sem þýðir að hann er spilaður á leikjatölvum á borð við Xbox og Playstation, en sé einnig fáanlegur fyrir PC-tölvur. „Í þeim heimi hefur þetta alltaf snúist um að selja viðskiptavininum leikjatölvu og í kjölfarið nýjustu leikina, koll af kolli. Kerfið snerist um dreifingu í gegnum verslanir, en hefur færst mikið inn á netið eins og í Playstation Store þar sem þú getur halað leikinn niður,“ segir Elísabet. Battlefield hafi samt reitt sig meira á einstaka sölu fremur en áskrift eins og EVE. í Nú sé staðan sú að margir „console“-leikir hafi verið að þróast yfir í svona „hybrid-módel“ þar sem hægt sé að kaupa hluti inni í leiknum eða áskrift inni í leiknum. „Slík viðskiptamódel hafa farið að vega þyngra og þyngra. Þannig að það er í raun sú þekking sem er verið að sækja í,“ segir Elísabet.Elísabet hefur mikla reynslu af markaðsmálum, bæði úr tölvufyrirtækjum og bankaheiminum.vísir/gvaFyrstu persónu skotleikur Elísabet segir að Battlefield sé fyrstu persónu skotleikur og helsti kostur hans sé að fólk geti komið saman á netinu og margir spilað hann saman í einu. „Þetta er mjög þekkt vörumerki og mikill fjöldi fólks sem spilar hann að staðaldri,“ segir Elísabet. Hún segir að það sé mjög áhugavert að skoða hegðun fólksins sem spilar leikinn. „Leikjahönnuðir skoða oft mynstur innan leiksins, hvað er að gerast hjá leikmönnum. Það sem mér finnst áhugaverðast að skoða er hegðun fólksins sem heldur um stýripinnann. Samtölin og undirbúningurinn fyrir leikinn,“ segir Elísabet. Hún bendir á að hún hafi heyrt af íslenskri konu sem hafi fengið bónorð í gegnum leikinn þegar sú kona og kærastinn hennar voru að spila leikinn á sama tíma. Leikurinn sé spennandi en hann sé líka vettvangur fyrir frekari samskipti og honum fylgi oft áhugaverðar upplýsingar.Er þetta sérheimur? „Já og nei. Ég veit ekki hvort það er eitthvað rétt að kalla þetta sérheim frekar en Facebook. Þetta er bara vettvangur fyrir mannlega hegðun. Og af einhverjum enn áhugaverðari ástæðum þá sækja karlmenn frekar í þetta samskiptaform,“ segir Elísabet og bætir við að karlmenn séu enn í meirihluta á meðal spilara Battlefield en á meðal spilara Eve.Hvernig er nýja starfið þitt svipað starfinu hjá CCP, er þetta sambærilegt? „Það er erfitt að segja fyrir um það núna. Þú kannski spyrð mig að þessu eftir ár. En fyrirfram myndi ég segja nei,“ segir Elísabet. Hún hafi byrjað að vinna hjá CCP árið 2007 og undir lokin hafi hún verið komin í mikið stjórnendastarf og starfið verið farið að snúast mikið um rekstur á stórri markaðsdeild. „Markaðsdeildin hjá CCP, þegar hún var hvað stærst, samanstóð af 42 starfsmönnum á níu starfsstöðvum í heiminum. Þar voru töluð sautján tungumál. Þannig að ég hef mikla stjórnendareynslu,“ segir Elísabet. Nýja starfið snúist miklu frekar um þróun á viðskiptalíkani.Hefur markaðsdeildin hjá CCP minnkað með árunum? „Já, CCP hefur allt minnkað. Ég hætti 2012 og tók þá ákvörðun að fara að vinna í banka. En CCP hefur verið að einfalda reksturinn og starfseiningum þeirra í heiminum hefur fækkað,“ segir Elísabet. Um leið hafi markaðsdeildin orðið mun einfaldari í rekstri.Góð reynsla hjá CCP Elísabet byrjaði árið 2007 hjá CCP þegar 100 starfsmenn unnu hjá fyrirtækinu og það átti eftir að stækka. „Þetta var algjört ævintýri og mér finnst þátttaka mín í því hafa hraðað minni reynslu sem stjórnanda og sem fagmanni. Reynsla kemur ekki auðveldlega. Maður lærir yfirleitt mest af erfiðu hlutunum og er reynsluríkari fyrir vikið og ég hef þroskast hratt. Ég á mjög jákvæðar minningar frá CCP þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. En það á heldur ekkert alltaf að vera auðvelt,“ segir Elísabet. Hún segir að fyrirtækið hafi enn verið Startup-fyrirtæki þegar hún byrjaði þar og hún hafi fylgt því í gegnum mikinn vöxt. Fyrirtækið hefur svo minnkað aftur og farið úr 650 starfsmönnum niður í rúmlega 300.Hvernig hefur þér fundist að fylgjast með CCP eftir að þú fórst? „Það hefur verið erfitt að sjá uppsagnirnar. Þau eru að taka heilbrigðar en erfiðar ákvarðanir. Ég finn til með þeim út af mannlega þættinum. En faglega myndi ég segja að fyrirtækið væri að gera mjög góða hluti og taka mikilvægar ákvarðanir. Og ég sé ekki betur en að það séu góð teikn og jákvæðir hlutir að gerast,“ segir Elísabet.Áskriftarlíkön á undanhaldi Elísabet segir að undanfarið hafi fyrirtæki verið að vinna mjög mikið með fyrirkomulag þar sem neytendur spili ókeypis til að byrja með en borgi svo fyrir aukahluti. Áskriftarleikir séu á undanhaldi. „En málið er að það er eðli viðskiptalíkana í þessum geira að þau taka reglulegum breytingum,“ segir Elísabet. Það sé því erfitt að spá um það hvernig viðskiptalíkönin muni þróast. Battlefield er hannaður þannig að hver leikur er seldur í plasthulstri út úr búð en svo geta spilarar keypt ákveðna hluti og þjónustu inni í leiknum.Það er ákveðin gróska í tölvuleikjaiðnaðinum hér heima, hefurðu fylgst með henni? „Ég hef fylgst eitthvað með henni. En ég hef verið að fylgjast líka töluvert mikið með nýsköpunarheiminum hérna heima, í gegnum Startup Reykjavík hjá Arion banka. Það er einhver gróska en því miður ekki nærri því eins mikil og í nágrannalöndum okkar,“ segir Elísabet. Hún nefnir Helsinki í Finnlandi sem dæmi um stað þar sem er mikil gróska í tölvuleikjagerð. Elísabet segir að það séu margir Íslendingar sem væru hæfir til þess að vinna að tölvuleikjaþróun, en það þurfi að samþætta betur greinarnar þarna að baki, hönnun, forritun og fleiri greinar. „Þú þarft að fá fólk til að umgangast og vinna mjög þétt saman í háskólaumhverfi og þetta þarf að gerast svolítið náttúrulega. Maður á ekki að þvinga þetta,“ segir hún. Það þurfi líka að byrja fyrr á forritunarkennslu og þar hafi fyrirtækið Skema unnið gott starf. „Auðvitað á bara að byrja að kenna krökkum að forrita strax sex ára. Byrja bara skemmtilega á einföldum, litlum viðfangsefnum. Og við þurfum fleira fólk sem hefur skilning á þessum hlutum og getur skapað,“ segir hún.Heldurðu að fjárfestar taki leikjageirann alvarlega? „Já, það held ég alveg örugglega. Þetta er orðinn svo stór bransi í dag. Þetta er orðið stærra en Hollywood. Og þú sérð það að fólk um fertugt í dag er fyrsta kynslóðin sem ólst upp við það að spila tölvuleiki og það heldur áfram að spila tölvuleiki,“ segir Elísabet. Fjárfestar taki því tölvuleiki alvarlega en það þýði ekki að þeir gleypi við hvaða hugmynd sem er. Viðskiptalíkönin séu ekki einföld. „Það er því eðlilegt að menn vilji kynna sér málin vel áður en þeir fara að fjárfesta í einhverju. Ekkert er einfalt né auðvelt, hvorki í þessum bransa né öðru,“ segir Elísabet. Hún segist jafnframt telja að þetta sé atvinnugrein sem muni geta skipt sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf. Það sé hægt að búa til mikið virði úr hugviti og eftirspurnin eftir því sé að aukast. „Það væri sorglegt að nýta ekki þau tækifæri sem eru að skapast,“ segir Elísabet.Sérð þú einhver fyrirtæki núna sem gætu átt svipaða möguleika á alþjóðamarkaði og CCP? „Það er erfitt að segja til um það núna. Ef maður gæti sagt fyrir um það núna þá myndi maður ekki segja neinum frá því heldur bara fjárfesta í þeim. En það eru margir áhugaverðir aðilar hér. Ég hlakka til að fylgjast með því hvað er að gerast hjá Sólfari. Hvað verður til hjá þeim,“ segir Elísabet. Það sé víða mikil gróska í gangi en erfitt að sjá núna hver þróunin verði.Þú ákvaðst árið 2012 að söðla um og fara úr tölvuleikjaiðnaðinum í banka, af hverju? „Ég var búin að vinna í sjö ár hjá CCP og man svo vel eftir því að mér fannst ég vera búin að upplifa svo margt og mér var farið að líða svolítið eins og gömlum skipper,“ segir Elísabet. Vandamál sem öðrum hafi þótt nýstárleg hafi verið orðin að daglegu brauði og hún hafi verið hætt að finna áskoranir í starfinu. „Ég hugsaði með mér, ég er 33ja ára og ég er farin að hljóma eins og ég sé 75 ára,“ segir hún. Við þessa tilhugsun hafi henni fundist eins og hún væri hætt að læra og hætt að ögra sér. „Þá ákvað ég að fara að gera eitthvað annað,“ segir Elísabet. Elísabet segir að á þeim tíma sem hún fór til bankans hafi CCP verið eitt heitasta fyrirtæki landsins. „Og ég hugsa með mér, að þegar ég fór að vinna hjá CCP þá fór ég að synda á móti straumnum því þá fóru allir vinir mínir að vinna í bönkunum og það þótti mjög flott. Þá voru margir sem ráku upp stór augu yfir því að ég var að fara að vinna í tölvuleikjafyrirtæki sem þeir höfðu aldrei heyrt um,“ segir hún. Árið 2012 hafi CCP svo verið mjög þekkt og vinsælt fyrirtæki og þá hafi hún aftur viljað synda á móti straumnum og fara í banka. Elísabet bendir á að stærstu tækifærin gefist yfirleitt ekki þegar rekstur fyrirtækjanna gangi sem best. „Vegna þess að þegar fyrirtæki ganga vel þá er yfirleitt ekki þörf fyrir að breyta neinu. Áhugaverðu hlutirnir gerast í krísum. Þá þarf að gera breytingar og gera tilraunir. Og skoða hlutina upp á nýtt. Ef fólk er að hugsa um ferilinn sinn þá eru yfirleitt tækifæri þar til að stökkva inn og láta að sér kveða,“ segir Elísabet.Lítill munur á CCP og bankanum Elísabet segir að það hafi komið sér svolítið á óvart hvað það hafi verið lítil breyting að fara frá CCP yfir í bankann. „Vegna þess að öll stór fyrirtæki eru að fást við svipuð vandamál. Mest allt sem þú gerir snýst á einn eða annan hátt um hugbúnaðarþróun. Það er eðli reksturs í dag. Þetta snýst um samskipti við viðskiptavininn, núverandi eða tilvonandi,“ segir hún. Hún segir að þegar öllu sé á botninn hvolft snúist starfið um að hafa gott samstarfsfólk í kringum sig. En hún bendir líka á að að stærsti munurinn á bankanum og CCP sé að þegar hún er að vinna í bankanum þá sé hún að vinna á innanlandsmarkaði en þegar hún var að vinna hjá CCP var hún á alheimsmarkaði. Leikjavísir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Elísabet Grétarsdóttir, markaðsstóri Arion banka, flytur til Svíþjóðar um næstu mánaðamót til að taka við stöðu hjá EA Games sem markaðsstjóri Battlefield-leiksins vinsæla. Það er DICE-stúdíóið í Stokkhólmi, dótturfyrirtæki EA Games, sem framleiðir leikinn. Elísabet var áður markaðsstjóri EVE Online og þekkir því vel til markaðssetningar á tölvuleikjum. Elísabet segir að aðdragandinn að þessu nýja starfi hafi verið stuttur en eigi sér lengri sögu.Lítill heimur „Leikjaiðnaðurinn á Norðurlöndunum er þannig að þetta eru nokkur stór fyrirtæki og samgangur á milli. Maður kannast við fólkið sem er að vinna þarna að verkefnum,“ segir Elísabet. Áherslur hjá DICE hafi þróast og séu nú í samræmi við sérþekkingu hennar. „Þar af leiðandi leituðu þau til mín enda könnuðust þau við mig,“ segir Elísabet. Sérþekking Elísabetar felst ekki síst í því að vinna með lausnir til þess að viðhalda sambandi við viðskiptavininn. Hún segir að viðskiptalíkön tölvuleikjafyrirtækjanna séu að breytast þannig að þau snúist ekki lengur um eina sölu, heldur einnig um það að viðhalda viðskiptavininum í lengri tíma.Er þá módelið sem þessi leikur, Battlefield, byggist á eitthvað svipað og hjá Eve Online? „Nei, Eve Online er áskriftarmódel þannig að það snýst um það að viðhalda sambandi við viðskiptavininn. Og fá hann til að kaupa einn mánuð í viðbót, eða þrjá mánuði og svo framvegis. Elísabet bendir á að Battlefield sé „console“-leikur sem þýðir að hann er spilaður á leikjatölvum á borð við Xbox og Playstation, en sé einnig fáanlegur fyrir PC-tölvur. „Í þeim heimi hefur þetta alltaf snúist um að selja viðskiptavininum leikjatölvu og í kjölfarið nýjustu leikina, koll af kolli. Kerfið snerist um dreifingu í gegnum verslanir, en hefur færst mikið inn á netið eins og í Playstation Store þar sem þú getur halað leikinn niður,“ segir Elísabet. Battlefield hafi samt reitt sig meira á einstaka sölu fremur en áskrift eins og EVE. í Nú sé staðan sú að margir „console“-leikir hafi verið að þróast yfir í svona „hybrid-módel“ þar sem hægt sé að kaupa hluti inni í leiknum eða áskrift inni í leiknum. „Slík viðskiptamódel hafa farið að vega þyngra og þyngra. Þannig að það er í raun sú þekking sem er verið að sækja í,“ segir Elísabet.Elísabet hefur mikla reynslu af markaðsmálum, bæði úr tölvufyrirtækjum og bankaheiminum.vísir/gvaFyrstu persónu skotleikur Elísabet segir að Battlefield sé fyrstu persónu skotleikur og helsti kostur hans sé að fólk geti komið saman á netinu og margir spilað hann saman í einu. „Þetta er mjög þekkt vörumerki og mikill fjöldi fólks sem spilar hann að staðaldri,“ segir Elísabet. Hún segir að það sé mjög áhugavert að skoða hegðun fólksins sem spilar leikinn. „Leikjahönnuðir skoða oft mynstur innan leiksins, hvað er að gerast hjá leikmönnum. Það sem mér finnst áhugaverðast að skoða er hegðun fólksins sem heldur um stýripinnann. Samtölin og undirbúningurinn fyrir leikinn,“ segir Elísabet. Hún bendir á að hún hafi heyrt af íslenskri konu sem hafi fengið bónorð í gegnum leikinn þegar sú kona og kærastinn hennar voru að spila leikinn á sama tíma. Leikurinn sé spennandi en hann sé líka vettvangur fyrir frekari samskipti og honum fylgi oft áhugaverðar upplýsingar.Er þetta sérheimur? „Já og nei. Ég veit ekki hvort það er eitthvað rétt að kalla þetta sérheim frekar en Facebook. Þetta er bara vettvangur fyrir mannlega hegðun. Og af einhverjum enn áhugaverðari ástæðum þá sækja karlmenn frekar í þetta samskiptaform,“ segir Elísabet og bætir við að karlmenn séu enn í meirihluta á meðal spilara Battlefield en á meðal spilara Eve.Hvernig er nýja starfið þitt svipað starfinu hjá CCP, er þetta sambærilegt? „Það er erfitt að segja fyrir um það núna. Þú kannski spyrð mig að þessu eftir ár. En fyrirfram myndi ég segja nei,“ segir Elísabet. Hún hafi byrjað að vinna hjá CCP árið 2007 og undir lokin hafi hún verið komin í mikið stjórnendastarf og starfið verið farið að snúast mikið um rekstur á stórri markaðsdeild. „Markaðsdeildin hjá CCP, þegar hún var hvað stærst, samanstóð af 42 starfsmönnum á níu starfsstöðvum í heiminum. Þar voru töluð sautján tungumál. Þannig að ég hef mikla stjórnendareynslu,“ segir Elísabet. Nýja starfið snúist miklu frekar um þróun á viðskiptalíkani.Hefur markaðsdeildin hjá CCP minnkað með árunum? „Já, CCP hefur allt minnkað. Ég hætti 2012 og tók þá ákvörðun að fara að vinna í banka. En CCP hefur verið að einfalda reksturinn og starfseiningum þeirra í heiminum hefur fækkað,“ segir Elísabet. Um leið hafi markaðsdeildin orðið mun einfaldari í rekstri.Góð reynsla hjá CCP Elísabet byrjaði árið 2007 hjá CCP þegar 100 starfsmenn unnu hjá fyrirtækinu og það átti eftir að stækka. „Þetta var algjört ævintýri og mér finnst þátttaka mín í því hafa hraðað minni reynslu sem stjórnanda og sem fagmanni. Reynsla kemur ekki auðveldlega. Maður lærir yfirleitt mest af erfiðu hlutunum og er reynsluríkari fyrir vikið og ég hef þroskast hratt. Ég á mjög jákvæðar minningar frá CCP þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. En það á heldur ekkert alltaf að vera auðvelt,“ segir Elísabet. Hún segir að fyrirtækið hafi enn verið Startup-fyrirtæki þegar hún byrjaði þar og hún hafi fylgt því í gegnum mikinn vöxt. Fyrirtækið hefur svo minnkað aftur og farið úr 650 starfsmönnum niður í rúmlega 300.Hvernig hefur þér fundist að fylgjast með CCP eftir að þú fórst? „Það hefur verið erfitt að sjá uppsagnirnar. Þau eru að taka heilbrigðar en erfiðar ákvarðanir. Ég finn til með þeim út af mannlega þættinum. En faglega myndi ég segja að fyrirtækið væri að gera mjög góða hluti og taka mikilvægar ákvarðanir. Og ég sé ekki betur en að það séu góð teikn og jákvæðir hlutir að gerast,“ segir Elísabet.Áskriftarlíkön á undanhaldi Elísabet segir að undanfarið hafi fyrirtæki verið að vinna mjög mikið með fyrirkomulag þar sem neytendur spili ókeypis til að byrja með en borgi svo fyrir aukahluti. Áskriftarleikir séu á undanhaldi. „En málið er að það er eðli viðskiptalíkana í þessum geira að þau taka reglulegum breytingum,“ segir Elísabet. Það sé því erfitt að spá um það hvernig viðskiptalíkönin muni þróast. Battlefield er hannaður þannig að hver leikur er seldur í plasthulstri út úr búð en svo geta spilarar keypt ákveðna hluti og þjónustu inni í leiknum.Það er ákveðin gróska í tölvuleikjaiðnaðinum hér heima, hefurðu fylgst með henni? „Ég hef fylgst eitthvað með henni. En ég hef verið að fylgjast líka töluvert mikið með nýsköpunarheiminum hérna heima, í gegnum Startup Reykjavík hjá Arion banka. Það er einhver gróska en því miður ekki nærri því eins mikil og í nágrannalöndum okkar,“ segir Elísabet. Hún nefnir Helsinki í Finnlandi sem dæmi um stað þar sem er mikil gróska í tölvuleikjagerð. Elísabet segir að það séu margir Íslendingar sem væru hæfir til þess að vinna að tölvuleikjaþróun, en það þurfi að samþætta betur greinarnar þarna að baki, hönnun, forritun og fleiri greinar. „Þú þarft að fá fólk til að umgangast og vinna mjög þétt saman í háskólaumhverfi og þetta þarf að gerast svolítið náttúrulega. Maður á ekki að þvinga þetta,“ segir hún. Það þurfi líka að byrja fyrr á forritunarkennslu og þar hafi fyrirtækið Skema unnið gott starf. „Auðvitað á bara að byrja að kenna krökkum að forrita strax sex ára. Byrja bara skemmtilega á einföldum, litlum viðfangsefnum. Og við þurfum fleira fólk sem hefur skilning á þessum hlutum og getur skapað,“ segir hún.Heldurðu að fjárfestar taki leikjageirann alvarlega? „Já, það held ég alveg örugglega. Þetta er orðinn svo stór bransi í dag. Þetta er orðið stærra en Hollywood. Og þú sérð það að fólk um fertugt í dag er fyrsta kynslóðin sem ólst upp við það að spila tölvuleiki og það heldur áfram að spila tölvuleiki,“ segir Elísabet. Fjárfestar taki því tölvuleiki alvarlega en það þýði ekki að þeir gleypi við hvaða hugmynd sem er. Viðskiptalíkönin séu ekki einföld. „Það er því eðlilegt að menn vilji kynna sér málin vel áður en þeir fara að fjárfesta í einhverju. Ekkert er einfalt né auðvelt, hvorki í þessum bransa né öðru,“ segir Elísabet. Hún segist jafnframt telja að þetta sé atvinnugrein sem muni geta skipt sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf. Það sé hægt að búa til mikið virði úr hugviti og eftirspurnin eftir því sé að aukast. „Það væri sorglegt að nýta ekki þau tækifæri sem eru að skapast,“ segir Elísabet.Sérð þú einhver fyrirtæki núna sem gætu átt svipaða möguleika á alþjóðamarkaði og CCP? „Það er erfitt að segja til um það núna. Ef maður gæti sagt fyrir um það núna þá myndi maður ekki segja neinum frá því heldur bara fjárfesta í þeim. En það eru margir áhugaverðir aðilar hér. Ég hlakka til að fylgjast með því hvað er að gerast hjá Sólfari. Hvað verður til hjá þeim,“ segir Elísabet. Það sé víða mikil gróska í gangi en erfitt að sjá núna hver þróunin verði.Þú ákvaðst árið 2012 að söðla um og fara úr tölvuleikjaiðnaðinum í banka, af hverju? „Ég var búin að vinna í sjö ár hjá CCP og man svo vel eftir því að mér fannst ég vera búin að upplifa svo margt og mér var farið að líða svolítið eins og gömlum skipper,“ segir Elísabet. Vandamál sem öðrum hafi þótt nýstárleg hafi verið orðin að daglegu brauði og hún hafi verið hætt að finna áskoranir í starfinu. „Ég hugsaði með mér, ég er 33ja ára og ég er farin að hljóma eins og ég sé 75 ára,“ segir hún. Við þessa tilhugsun hafi henni fundist eins og hún væri hætt að læra og hætt að ögra sér. „Þá ákvað ég að fara að gera eitthvað annað,“ segir Elísabet. Elísabet segir að á þeim tíma sem hún fór til bankans hafi CCP verið eitt heitasta fyrirtæki landsins. „Og ég hugsa með mér, að þegar ég fór að vinna hjá CCP þá fór ég að synda á móti straumnum því þá fóru allir vinir mínir að vinna í bönkunum og það þótti mjög flott. Þá voru margir sem ráku upp stór augu yfir því að ég var að fara að vinna í tölvuleikjafyrirtæki sem þeir höfðu aldrei heyrt um,“ segir hún. Árið 2012 hafi CCP svo verið mjög þekkt og vinsælt fyrirtæki og þá hafi hún aftur viljað synda á móti straumnum og fara í banka. Elísabet bendir á að stærstu tækifærin gefist yfirleitt ekki þegar rekstur fyrirtækjanna gangi sem best. „Vegna þess að þegar fyrirtæki ganga vel þá er yfirleitt ekki þörf fyrir að breyta neinu. Áhugaverðu hlutirnir gerast í krísum. Þá þarf að gera breytingar og gera tilraunir. Og skoða hlutina upp á nýtt. Ef fólk er að hugsa um ferilinn sinn þá eru yfirleitt tækifæri þar til að stökkva inn og láta að sér kveða,“ segir Elísabet.Lítill munur á CCP og bankanum Elísabet segir að það hafi komið sér svolítið á óvart hvað það hafi verið lítil breyting að fara frá CCP yfir í bankann. „Vegna þess að öll stór fyrirtæki eru að fást við svipuð vandamál. Mest allt sem þú gerir snýst á einn eða annan hátt um hugbúnaðarþróun. Það er eðli reksturs í dag. Þetta snýst um samskipti við viðskiptavininn, núverandi eða tilvonandi,“ segir hún. Hún segir að þegar öllu sé á botninn hvolft snúist starfið um að hafa gott samstarfsfólk í kringum sig. En hún bendir líka á að að stærsti munurinn á bankanum og CCP sé að þegar hún er að vinna í bankanum þá sé hún að vinna á innanlandsmarkaði en þegar hún var að vinna hjá CCP var hún á alheimsmarkaði.
Leikjavísir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira