Gullið var ekki til sölu á HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 2. febrúar 2015 07:00 Frakkarnir Thierry Omeyer, Nikola og Luka Karabatic og Cedric Sorhaind fagna í gær. Vísir/Getty Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35
Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14
Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19