Í hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 12:00 Elísabet Karlsdóttir. Vísir/GVA Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira