HM er eins og bikarkeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, í leiknum á móti Spáni í fyrrakvöld þar sem danska landsliðið þurfti að sætta sig við eins marks tap. Fréttablaðið/Eva Björk Danska þjóðin er í sárum eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum HM í handbolta hér í Katar. Guðmundur Guðmundsson fékk sinn fyrsta stóra skell sem landsliðsþjálfari Dana og hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi verið þungur. „Þetta reynir á og sýnir hversu grimmar íþróttirnar geta verið,“ segir Guðmundur. Spánn vann umræddan leik á sigurmarki Joan Canellas á lokasekúndu leiksins. Guðmundur var eins og aðrir í danska liðinu steinrunninn á hliðarlínunni og trúði vart eigin augum. Draumurinn um heimsmeistaratitilinn var farinn á augabragði. „Sigurinn gat fallið hvoru megin sem var. Þetta var bara þannig leikur,“ segir Guðmundur enn fremur.Úr leik þrátt fyrir eitt tap Í síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem Spánverjar urðu heimsmeistarar á heimavelli, var nýtt fyrirkomulag tekið upp. Milliriðlar voru felldir út og í staðinn tóku 16-liða úrslit við af hefðbundinni ríðlakeppni. Guðmundur er gagnrýninn á þetta nýja fyrirkomulag. „HM er í raun orðið eins og bikarkeppni. Það þykir mér afar sérstakt,“ segir Guðmundur. Danir höfnuðu í öðru sæti síns riðils - unnu Pólland, Rússland og Sádí Arabíu en gerðu jafntefli við Argentínu og Þjóðverja. Það var sérstaklega jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sem sat í Dönum en Guðmundur segir að úrslit þess leiks engu máli skipta í dag. „Ef við hefðum unnið þann leik en hefðu Þjóðverjar alltaf getað lagað markatöluna sína eins og þeir þurftu því þeir áttu Sádí-Arabíu í síðasta leik,“ segir þjálfarinn. „Við spiluðum hörkuleiki í riðlinum, unnum svo Ísland í 16-liða úrslitum og svo kom þetta tap. Og við erum úr leik þrátt fyrir að hafa tapað bara einum leik alla keppnina.“ Áður en núverandi fyrirkomulag var tekið upp var haldin milliriðlakeppni í stað 16- og 8-liða úrslita. Efstu tvö liðin úr hvorum millriðli fóru svo áfram í undanúrslit og hugnast Guðmundi það mun betur. „Við erum á HM til að finna besta leið heims. Með útsláttarkeppni geta óvæntir hlutir gerst og mér þætti þá eðlilegra að spila milliriðla. Þannig hafa liðin svigrúm til að gera ein mistök og nánast pottþétt að fjögur bestu liðin fari í undanúrslit,“ segir hann. „Nú er getur þetta ráðist á tilviljun - hver hittir á það á síðustu sekúndunum eða ekki.“Kvarta ekki undan blaðamönnum Guðmundur segir að hann hafi lært margt á þeim tíma sem hann hefur verið í starfinu, þó svo að hann hafi verið skammur. „Ég hef ekki fengið marga daga með liðinu. Ég er að gera ákveðnar breytingar á bæði sókn og vörn liðsins og leikmenn eru að kynnast nýjum þjálfara. Það tekur tíma,“ segir Guðmundur. Þá er gríðarlega mikil umfjöllun um danska liðið og blaðamannafundir þess fjölsetnir. „Það er hluti af mínu starfi að sinna fjölmiðlum og ég kvarta ekki undan því. Ég er glaður með hversu mikinn áhuga liðið fær. Það er gott fyrir danskan handbolta og þess vegna sinni ég glaður þessum hluta starfsins.“ Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og var vitað að það hefði verið erfitt fyrir hvern sem er að ætla að feta í hans fótspor. „Ég vissi það vel en ég setti allt slíkt bara til hliðar. Það sem máli skiptir er að ég hef horft upp á mitt lið standa sig vel og spila góðan handbolta. Það er margt jákvætt við leik liðsins og hvernig hann hefur þróast. Ég hef aðeins fundið fyrir miklum stuðningi leikmanna og allra innan danska handboltasambandsins.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Danska þjóðin er í sárum eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum HM í handbolta hér í Katar. Guðmundur Guðmundsson fékk sinn fyrsta stóra skell sem landsliðsþjálfari Dana og hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi verið þungur. „Þetta reynir á og sýnir hversu grimmar íþróttirnar geta verið,“ segir Guðmundur. Spánn vann umræddan leik á sigurmarki Joan Canellas á lokasekúndu leiksins. Guðmundur var eins og aðrir í danska liðinu steinrunninn á hliðarlínunni og trúði vart eigin augum. Draumurinn um heimsmeistaratitilinn var farinn á augabragði. „Sigurinn gat fallið hvoru megin sem var. Þetta var bara þannig leikur,“ segir Guðmundur enn fremur.Úr leik þrátt fyrir eitt tap Í síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem Spánverjar urðu heimsmeistarar á heimavelli, var nýtt fyrirkomulag tekið upp. Milliriðlar voru felldir út og í staðinn tóku 16-liða úrslit við af hefðbundinni ríðlakeppni. Guðmundur er gagnrýninn á þetta nýja fyrirkomulag. „HM er í raun orðið eins og bikarkeppni. Það þykir mér afar sérstakt,“ segir Guðmundur. Danir höfnuðu í öðru sæti síns riðils - unnu Pólland, Rússland og Sádí Arabíu en gerðu jafntefli við Argentínu og Þjóðverja. Það var sérstaklega jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sem sat í Dönum en Guðmundur segir að úrslit þess leiks engu máli skipta í dag. „Ef við hefðum unnið þann leik en hefðu Þjóðverjar alltaf getað lagað markatöluna sína eins og þeir þurftu því þeir áttu Sádí-Arabíu í síðasta leik,“ segir þjálfarinn. „Við spiluðum hörkuleiki í riðlinum, unnum svo Ísland í 16-liða úrslitum og svo kom þetta tap. Og við erum úr leik þrátt fyrir að hafa tapað bara einum leik alla keppnina.“ Áður en núverandi fyrirkomulag var tekið upp var haldin milliriðlakeppni í stað 16- og 8-liða úrslita. Efstu tvö liðin úr hvorum millriðli fóru svo áfram í undanúrslit og hugnast Guðmundi það mun betur. „Við erum á HM til að finna besta leið heims. Með útsláttarkeppni geta óvæntir hlutir gerst og mér þætti þá eðlilegra að spila milliriðla. Þannig hafa liðin svigrúm til að gera ein mistök og nánast pottþétt að fjögur bestu liðin fari í undanúrslit,“ segir hann. „Nú er getur þetta ráðist á tilviljun - hver hittir á það á síðustu sekúndunum eða ekki.“Kvarta ekki undan blaðamönnum Guðmundur segir að hann hafi lært margt á þeim tíma sem hann hefur verið í starfinu, þó svo að hann hafi verið skammur. „Ég hef ekki fengið marga daga með liðinu. Ég er að gera ákveðnar breytingar á bæði sókn og vörn liðsins og leikmenn eru að kynnast nýjum þjálfara. Það tekur tíma,“ segir Guðmundur. Þá er gríðarlega mikil umfjöllun um danska liðið og blaðamannafundir þess fjölsetnir. „Það er hluti af mínu starfi að sinna fjölmiðlum og ég kvarta ekki undan því. Ég er glaður með hversu mikinn áhuga liðið fær. Það er gott fyrir danskan handbolta og þess vegna sinni ég glaður þessum hluta starfsins.“ Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og var vitað að það hefði verið erfitt fyrir hvern sem er að ætla að feta í hans fótspor. „Ég vissi það vel en ég setti allt slíkt bara til hliðar. Það sem máli skiptir er að ég hef horft upp á mitt lið standa sig vel og spila góðan handbolta. Það er margt jákvætt við leik liðsins og hvernig hann hefur þróast. Ég hef aðeins fundið fyrir miklum stuðningi leikmanna og allra innan danska handboltasambandsins.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira