Með vinnustofuna í gömlu fjósi Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 09:00 Vinnustofa Huldu er gamalt fjós sem hún gerði upp ásamt börnum sínum. Mynd/AuðunnNíelsson „Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“ Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira