Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 08:00 Öflugur leikstjórnandi. Rasmus Lauge í leik með Dönum. Fréttablaðið/getty Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld. HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira