Umboðssvik ráðherra – Landsdómur kallaður saman? Skjóðan skrifar 28. janúar 2015 07:45 Skjóðan segir að í gögnum Víglundar Þorsteinssonar sé komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira