Leikhúskaffi í Gerðubergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 13:30 Sviðið er eins og útvarpsleikhús og mikið lagt upp úr hljóðmyndinni í Ofsa. „Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira