Áskorun að vinna með annarra líf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 10:30 „Ég velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi hafa áhrif á frásögnina,“ segir Erla Hulda. Vísir/Stefán „Efnið snýst um hugarangur sagnfræðingsins, hvernig best sé að vinna með heimildir og hvernig eigi að skrifa ævisögu,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um hádegisfyrirlestur sem hún flytur í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin er: Ferð til fortíðar og sagnfræðingurinn í verki sínu. Erla Hulda vinnur sjálf að sögulegri ævisögu látinnar konu, Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871), og er því að taka þá reynslu út á sjálfri sér sem hún er að lýsa í fyrirlestrinum. „Ég er að vinna með ákveðnar heimildir og fortíð og velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi flæða og hafa áhrif á frásögnina, hvort höfundurinn megi stíga sjálfur inn í söguna í fyrstu persónu eða hvort allt eigi að vera hlutlaus frásögn. Í raun er um ævisögulegan þríhyrning að ræða þar sem eru höfundurinn, sögupersónan og lesendurnir. Það er áskorun að vinna með annarra líf og finna út hvers konar frásögn passar. Höfundur verður alltaf að hugsa um hvað fólk vill lesa.“ Þetta er fyrsti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í röð á vormisseri. Hann hefst klukkan 12.05 í dag. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Efnið snýst um hugarangur sagnfræðingsins, hvernig best sé að vinna með heimildir og hvernig eigi að skrifa ævisögu,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um hádegisfyrirlestur sem hún flytur í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin er: Ferð til fortíðar og sagnfræðingurinn í verki sínu. Erla Hulda vinnur sjálf að sögulegri ævisögu látinnar konu, Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871), og er því að taka þá reynslu út á sjálfri sér sem hún er að lýsa í fyrirlestrinum. „Ég er að vinna með ákveðnar heimildir og fortíð og velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi flæða og hafa áhrif á frásögnina, hvort höfundurinn megi stíga sjálfur inn í söguna í fyrstu persónu eða hvort allt eigi að vera hlutlaus frásögn. Í raun er um ævisögulegan þríhyrning að ræða þar sem eru höfundurinn, sögupersónan og lesendurnir. Það er áskorun að vinna með annarra líf og finna út hvers konar frásögn passar. Höfundur verður alltaf að hugsa um hvað fólk vill lesa.“ Þetta er fyrsti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í röð á vormisseri. Hann hefst klukkan 12.05 í dag.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira