Ekkert stórt nafn spilar á undan Freyr Bjarnason skrifar 26. janúar 2015 12:30 Þótt tónleikarnir með Neil Young hafi gengið vel í fyrra verða engir tónleikar í líkingu við þá í sumar. Vísir/Vilhelm Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian. ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian.
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira