Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Það er erfitt að koma orðum að því hvað varð til þess að allt fór úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu þegar það mætti stigalausu liði Tékklands á HM í Katar í gær. Það ræddi enginn um skyldusigur fyrir þennan leik en engum duldist að Ísland þótti mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum, ekki síst eftir góða frammistöðu gegn Frakklandi tveimur dögum áður. Allt annað kom á daginn og niðurstaðan var ellefu marka tap. Frammistaða Íslands var fyrst og fremst algjörlega andlaus. Ísland er tilfinningaríkt lið sem reiðir sig á baráttugleði og viljastyrk. En svo virtist sem strákarnir væru fullkomlega heillum horfnir í gær.Mikilvægi Arons Pálmarssonar Aron Pálmarsson er á sínum besta degi einn allra besti handboltamaður heims. Ísland var án hans í umspilsleikjunum gegn Bosníu í júlí og leikjunum í undankeppni EM í haust. Og án hans var liðið ekki svipur hjá sjón. Eftir leik í gær kom í ljós að Aron hafði verið slappur fyrir leik. Örnólfur Valdimarsson sagði eftir leik að honum fyndist Aron laslegur. Svo þegar leikmaðurinn fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik var nógu mikil ástæða til að kippa honum af velli. Hann var þá búinn skora eitt mark úr sjö skotum. Þeir sem komu inn fyrir Aron – Arnór Atlason og Sigurbergur Sveinsson – skoruðu ekki en áttu samanlagt átta skot. „Þessu er best lýst eins og að við værum í kviksyndi. Það er sama hvað við reyndum að berjast – þeim mun dýpra sökk maður,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem klikkaði á öllum sex skotunum sínum í leiknum.Ekki er ég að fara að hætta Landsliðsfyrirliðinn hefur átt magnaðan feril. Hann var frábær á EM í fyrra og spilaði vel á síðasta ári – bæði með Kiel og síðar Barcelona. En eitthvað veldur því að hann hefur ekki náð sér á strik á löngum köflum hér í Katar og það á við um svo marga fleiri í landsliðinu. „Ég er mjög ósáttur við mína frammistöðu. En ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Ég er aðeins valinn í landsliðið af því að ég á erindi í það – ekki af því að ég heiti Guðjón Valur Sigurðsson og er með appelsínugult band á vinstri upphandlegg,“ segir hann. „Ég hef ekki áhyggjur af því að ég sé kominn á endastöð enda enn að gera vel með mínu félagsliði. Það er eitthvað annað sem veldur okkur vandræðum og við þurfum að finna svör við því. Það var algjört gjaldþrot í dag en eins og sönnum Íslendingum sæmir þá skiptum við bara um kennitölu og mætum í næsta leik,“ segir hann og brosir. „Við verðum að líta upp úr skítnum og hafa húmor fyrir þessu, eins erfitt og það er. Ekki er ég að fara að hætta.“Gúmmítékki í Doha Eitt er ljóst. Ísland getur á sínum besta degi spilað eins og verðandi heimsmeistari. En á þeim næsta eins og lið sem á ekki einu sinni erindi í sjálft mótið. Þrátt fyrir allt geta strákarnir komist í 16-liða úrslit með sigri á sterku liði Egyptalands, sem gæti allt eins verið á heimavelli, á morgun. „Það er allt of mikið jójó að mínu mati og þetta höfum við upplifað að allt of miklu leyti frá því í Danmörku. Þetta er ekki nógu stöðugt hjá okkur. En við verðum að trúa því að við getum eftir tvo daga spilað jafn vel og við gerðum gegn Frakklandi,“ segir Guðjón Valur. Eftir frábæra frammistöðu gegn Frakklandi þótti ástæða til bjartsýni gegn Tékkum. Það reyndist fölsk von og innistæðulaus ávísun á árangur – sannkallaður gúmmítékki. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það er erfitt að koma orðum að því hvað varð til þess að allt fór úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu þegar það mætti stigalausu liði Tékklands á HM í Katar í gær. Það ræddi enginn um skyldusigur fyrir þennan leik en engum duldist að Ísland þótti mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum, ekki síst eftir góða frammistöðu gegn Frakklandi tveimur dögum áður. Allt annað kom á daginn og niðurstaðan var ellefu marka tap. Frammistaða Íslands var fyrst og fremst algjörlega andlaus. Ísland er tilfinningaríkt lið sem reiðir sig á baráttugleði og viljastyrk. En svo virtist sem strákarnir væru fullkomlega heillum horfnir í gær.Mikilvægi Arons Pálmarssonar Aron Pálmarsson er á sínum besta degi einn allra besti handboltamaður heims. Ísland var án hans í umspilsleikjunum gegn Bosníu í júlí og leikjunum í undankeppni EM í haust. Og án hans var liðið ekki svipur hjá sjón. Eftir leik í gær kom í ljós að Aron hafði verið slappur fyrir leik. Örnólfur Valdimarsson sagði eftir leik að honum fyndist Aron laslegur. Svo þegar leikmaðurinn fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik var nógu mikil ástæða til að kippa honum af velli. Hann var þá búinn skora eitt mark úr sjö skotum. Þeir sem komu inn fyrir Aron – Arnór Atlason og Sigurbergur Sveinsson – skoruðu ekki en áttu samanlagt átta skot. „Þessu er best lýst eins og að við værum í kviksyndi. Það er sama hvað við reyndum að berjast – þeim mun dýpra sökk maður,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem klikkaði á öllum sex skotunum sínum í leiknum.Ekki er ég að fara að hætta Landsliðsfyrirliðinn hefur átt magnaðan feril. Hann var frábær á EM í fyrra og spilaði vel á síðasta ári – bæði með Kiel og síðar Barcelona. En eitthvað veldur því að hann hefur ekki náð sér á strik á löngum köflum hér í Katar og það á við um svo marga fleiri í landsliðinu. „Ég er mjög ósáttur við mína frammistöðu. En ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Ég er aðeins valinn í landsliðið af því að ég á erindi í það – ekki af því að ég heiti Guðjón Valur Sigurðsson og er með appelsínugult band á vinstri upphandlegg,“ segir hann. „Ég hef ekki áhyggjur af því að ég sé kominn á endastöð enda enn að gera vel með mínu félagsliði. Það er eitthvað annað sem veldur okkur vandræðum og við þurfum að finna svör við því. Það var algjört gjaldþrot í dag en eins og sönnum Íslendingum sæmir þá skiptum við bara um kennitölu og mætum í næsta leik,“ segir hann og brosir. „Við verðum að líta upp úr skítnum og hafa húmor fyrir þessu, eins erfitt og það er. Ekki er ég að fara að hætta.“Gúmmítékki í Doha Eitt er ljóst. Ísland getur á sínum besta degi spilað eins og verðandi heimsmeistari. En á þeim næsta eins og lið sem á ekki einu sinni erindi í sjálft mótið. Þrátt fyrir allt geta strákarnir komist í 16-liða úrslit með sigri á sterku liði Egyptalands, sem gæti allt eins verið á heimavelli, á morgun. „Það er allt of mikið jójó að mínu mati og þetta höfum við upplifað að allt of miklu leyti frá því í Danmörku. Þetta er ekki nógu stöðugt hjá okkur. En við verðum að trúa því að við getum eftir tvo daga spilað jafn vel og við gerðum gegn Frakklandi,“ segir Guðjón Valur. Eftir frábæra frammistöðu gegn Frakklandi þótti ástæða til bjartsýni gegn Tékkum. Það reyndist fölsk von og innistæðulaus ávísun á árangur – sannkallaður gúmmítékki.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25