Gerum Barnasáttmálann að lögum Elín Hirst og Annicka Engblom og Annette Lind skrifa 22. janúar 2015 07:00 Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun