Blessun fylgir bandi hverju Jakob Frímann Magnússon skrifar 19. janúar 2015 09:15 Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar