Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Íslenska liðið vann brons á EM í Austurríki. Vísir/Diener „Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur. HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
„Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira