Refirnir fjórir með reynsluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 07:30 Guðjón Valur, Róbert, Snorri Steinn og Ásgeir Örn eru reynsluboltar. Vísir Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur. HM 2015 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira