Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2015 07:30 Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn.
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira