Leiðrétting fyrir hvern? Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 10. janúar 2015 07:00 Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun