
Hanna Birna
Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka.
Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi.
Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér.
Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að:
– 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins.
– 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra.
– 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu.
Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni.
Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið?
Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum?
Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“
Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur.
Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni.
Skoðun

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar

Æji nei innflytjendur
Davíð Aron Routley skrifar

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Samstaða, kjarkur og þor
Björn Snæbjörnsson skrifar

Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám
Darri Rafn Hólmarsson skrifar

Yfirfull fangelsi, brostið kerfi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Árni B. Möller skrifar

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Erling Valur Ingason skrifar

5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra
Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar