Dæmigert íslenskt ár framundan Skjóðan skrifar 30. desember 2015 08:15 Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár! Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár!
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira