Búið að loka Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 15:07 Af Holtavörðuheiði Vísir/GVA Búið er að loka Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði og er þar ekkert ferðaveður. Í frétt tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hins vegar sé búið að aflétta lokunum á Austurlandi. „Upp úr hádegi fer að draga úr mesta veðurofsanum á austanverðu landinu en þó verður mjög hvöss suðlæg átt þar fram eftir degi. Eftir hádegi hvessir mjög af suðvestri, á Norðurlandi, einkum á Skaga og Tröllaskaga og eins á NA-verðu landinu, má búast við meðalvindi þar 23-30 m/s. Dregur úr vindi í kvöld.Færð og aðstæðurÞæfingur er á Hellisheiði og á köflum slæmt skyggni. Vegfarendum er beðnir um að fara frekar um Þrengsli en þar er karpi og skafrenningur. Á Suðurlandi er annars sumstaðar krapi eða hálkublettir á vegum. Mjög hvasst er nú víða á Vesturlandi og hálka eða snjóþekja á vegum enda sumstaðar éljagangur. Lokað er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og þar er ekkert ferðaveður. Flughált er í Álftafirði á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er víða hálka en flughált á Stöndum úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp. Stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja og óveður á Þröskuldum. Vegir á Norðvesturlandi eru víða auðir þótt sumstaðar sé nokkur hálka, einkum á fjallvegum. Varað er við hvassviðri á Vatnsskarði og Þverárfjalli en ófært er frá Hofsósi út í Siglufjörð. Öxnadalsheiði er lokuð og varað er við hvassviðri víða á Norðausturlandi. Búið er að opna yfir Fjöllin en þar er þó enn hvasst. Á Austurlandi er krapi í Fagradal og á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði. Flughált er í Jökuldalshlíð. Hálka og óveður er á Möðrudalsöræfum. Þungfært er á Vatnsskarði eystra. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á ferð yfir Meleyri í Breiðdalsvík vegna vatnaskemmda,“ segir í tilkynningunni. Veður Tengdar fréttir Rafmagn komið á að nýju í Neskaupstað Búið er að spennusetja Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, og rafmagn komið á í Neskaupstað að nýju. 30. desember 2015 12:38 Svipmyndir frá Eskifirði morguninn eftir storminn Jens Garðar Helgason segist verða ævinlega þakklátur störfum björgunarsveitarmanna á Eskifirði í nótt og í morgun. 30. desember 2015 13:09 Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. 30. desember 2015 11:41 Hundrað ára hús á Eskifirði hangir uppi á lyginni Verulegt eignatjón á Austfjörðum eftir aftakaveður í nótt. 30. desember 2015 11:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Búið er að loka Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði og er þar ekkert ferðaveður. Í frétt tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hins vegar sé búið að aflétta lokunum á Austurlandi. „Upp úr hádegi fer að draga úr mesta veðurofsanum á austanverðu landinu en þó verður mjög hvöss suðlæg átt þar fram eftir degi. Eftir hádegi hvessir mjög af suðvestri, á Norðurlandi, einkum á Skaga og Tröllaskaga og eins á NA-verðu landinu, má búast við meðalvindi þar 23-30 m/s. Dregur úr vindi í kvöld.Færð og aðstæðurÞæfingur er á Hellisheiði og á köflum slæmt skyggni. Vegfarendum er beðnir um að fara frekar um Þrengsli en þar er karpi og skafrenningur. Á Suðurlandi er annars sumstaðar krapi eða hálkublettir á vegum. Mjög hvasst er nú víða á Vesturlandi og hálka eða snjóþekja á vegum enda sumstaðar éljagangur. Lokað er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og þar er ekkert ferðaveður. Flughált er í Álftafirði á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er víða hálka en flughált á Stöndum úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp. Stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja og óveður á Þröskuldum. Vegir á Norðvesturlandi eru víða auðir þótt sumstaðar sé nokkur hálka, einkum á fjallvegum. Varað er við hvassviðri á Vatnsskarði og Þverárfjalli en ófært er frá Hofsósi út í Siglufjörð. Öxnadalsheiði er lokuð og varað er við hvassviðri víða á Norðausturlandi. Búið er að opna yfir Fjöllin en þar er þó enn hvasst. Á Austurlandi er krapi í Fagradal og á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði. Flughált er í Jökuldalshlíð. Hálka og óveður er á Möðrudalsöræfum. Þungfært er á Vatnsskarði eystra. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á ferð yfir Meleyri í Breiðdalsvík vegna vatnaskemmda,“ segir í tilkynningunni.
Veður Tengdar fréttir Rafmagn komið á að nýju í Neskaupstað Búið er að spennusetja Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, og rafmagn komið á í Neskaupstað að nýju. 30. desember 2015 12:38 Svipmyndir frá Eskifirði morguninn eftir storminn Jens Garðar Helgason segist verða ævinlega þakklátur störfum björgunarsveitarmanna á Eskifirði í nótt og í morgun. 30. desember 2015 13:09 Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. 30. desember 2015 11:41 Hundrað ára hús á Eskifirði hangir uppi á lyginni Verulegt eignatjón á Austfjörðum eftir aftakaveður í nótt. 30. desember 2015 11:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Rafmagn komið á að nýju í Neskaupstað Búið er að spennusetja Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, og rafmagn komið á í Neskaupstað að nýju. 30. desember 2015 12:38
Svipmyndir frá Eskifirði morguninn eftir storminn Jens Garðar Helgason segist verða ævinlega þakklátur störfum björgunarsveitarmanna á Eskifirði í nótt og í morgun. 30. desember 2015 13:09
Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. 30. desember 2015 11:41
Hundrað ára hús á Eskifirði hangir uppi á lyginni Verulegt eignatjón á Austfjörðum eftir aftakaveður í nótt. 30. desember 2015 11:50