40 ár frá upphafi Kröfluelda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2015 18:52 Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis. Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00