Rúsínan í pylsuenda góðs árs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2015 09:00 Hljómsveitin Misþyrming spilar black metal tónlist og gaf í ár út plötuna Söngvar elds og óreiðu. Mynd/RakelErnaSkarphéðinsdóttir „Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012. Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012.
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira