Vinsælar skoðanir – umdeildar skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2015 09:30 Lesendabréfin halda velli, í viðhorfspistlum ársins var eitt og annað sem var tekið til athugunar. Þó nú eigi allir sitt gjallarhorn, geti lagt orð í belg á samfélagsmiðlum, opinberum vettvangi, og einhver gæti sagt að offramboð sé á skoðunum, hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Hér verða nefndir til sögunnar þeir viðhorfspistlar sem Fréttablaðið/Vísir birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – lesendabréfin sýna hvað var efst á baugi á árinu sem er að líða.Friðgeir Sveinsson nýtur þess heiðurs að hafa skrifað þann pistil sem mesta athygli vakti á árinu sem er að líða.1. Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Enn og aftur tókst Hildi Lilliendahl, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg, að hræra upp í samfélaginu með umdeildum athugasemdum sínum á árinu. Ein þeirra var svohljóðandi: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu,“ skrif sem Hildur setti fram í tengslum við sjómannadaginn. Ummælin vöktu verulega gremju meðal sjómanna, en Hildur sagði menn misskilja sig. Vinsælasta lesendagrein ársins eru viðbrögð við ummælum Hildar, rétt eins og fyrirsögnin segir til um. Friðgeir Sveinsson segir Hildi sögu sem snýr að því álagi og þeim hættum sem fylgja því að vera sjómaður. Pistlinum lýkur á fremur harkalegum nótum, Friðgeir lætur Hildi heyra það: „Það misskildi þig enginn Hildur. Það sjá það allir hugsandi einstaklingar að þú ert illa innrætt manneskja sem er drifin af hatri og heift útí karlkynið. Og mér er fyrirmunað að skilja hvernig að nokkur vitiborin manneskja er tilbúinn að leggja blessun sína yfir þín verk og aðkomu í jafnréttismálum þegar hatur og ofstæki er framlag þitt til málaflokksins.“Kári Örn hundskammar Jónu Ósk í pistli sem vakti mikla athygli.2. Hálf öld af ömurleika Sú grein sem er í öðru sæti á topplista yfir skoðanagreinar ársins er einnig svargrein; Kári Örn Hinriksson bregst við grein sem Jóna Ósk skrifar og birtist á blogghluta Smartlands undir yfirskriftinni „Ömurlegasta afmælisgjöf ævinnar“. Greinin fjallar um þá dramatísku lífsreynslu sem Jóna þurfti að ganga í gegn um „þegar að hún fékk fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum og hræðilegan eftirleik af þessari gjöf sem hafði greinilega djúp áhrif á sálartetur hennar,“ skrifar Kári Örn sem sjálfur hefur mátt berjast við krabbamein árum saman. „Í pakkanum var próf til þess að mæla ósýnilegt blóð í hægðum, en slík próf kosta ekki nema rúmlega 5000 krónur út í næsta apóteki og því greinilega um ómerkilega og ódýra, skíta-gjöf að ræða,“ heldur Kári Örn áfram miskunnarlaus; en Jóna Ósk hafði, líkt og Hildur Lilliendahl, sagt að hún hafi verið misskilinn, þegar viðbrögðin voru ekki í samræmi við væntingar. Þetta rekur Kári Örn og tekur ekki mikið mark á því: „Jóna Ósk hefur fengið að lifa í hálfa öld en skrif hennar gefa það ekki til kynna. Ef eitthvað eins og lítill pakki, sem bjargar mannslífum, fer svona rosalega í einhvern, getur sá hinn sami ekki verið mjög lífsreyndur, eða haft mikinn skilning á því hversu dýrmætt lífið er.“3. Launaseðill hjúkrunarfræðings Verkföll og samningaviðræður voru einkennandi fyrir árið 2015 og það sýnir topp tíu listinn yfir þær greinar sem mesta athygli vöktu á árinu, meðal annars. Í þriðja sæti á lista er snarpur pistill Ingibjargar Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings frá í júní. Fyrirsögnin er grípandi í einfaldleika sínum: Launaseðill hjúkrunarfræðings. „Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu,“ segir Ingibjörg meðal annars og birtir launaseðil sinn.Ingibjörg, Aðaheiður Gígja og Jóhanna María fjölluðu um kjarabaráttuna í pistlum sem allir vöktu verulega athygli.4. Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga?Pistillinn í fjórða sæti af sama meiði og sá í þriðja sætinu; Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur í Blóðbankanum, telur brenglað verðmætamat ríkjandi á Íslandi og hún hefur pistil sinn á krassandi tilvitnun: „„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu.“ Pistill Aðalheiðar Gígju birtist í maí og líkt og þar Ingibjörg vill hún að nám sitt og þekking sé metin að verðleikum: „Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“5. Til þeirra sem skömmina eiga Enn einn pistillinn sem fjallar um kjaramál er skrifaður af Jóhönnu Maríu Jónsdóttur sjúkraþjálfara en hann birtist í maí. Hún segir fyrst frá því að hún hafi, þegar umræðan um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi staðið sem hæst hafi hún öðlast hugrekki til að greina frá því að hún sjálf hafi mátt sæta slíku af hálfu nágranna síns. „Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“ Og í framhaldinu beinir Jóhanna María spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. „Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr.“Þórarinn Ævarsson var ekki ánægður með skrif Sifjar Sigmarsdóttur um föður sinn og lúpínuseyðið hans.6. Að alast upp með níðingum Í sjötta sætinu er enn einn pistillinn sem flokka má sem viðbrögð við öðrum pistli eða skoðun. Nú er það Þórarinn Ævarsson sem skrifar langa grein en Þórarinn er afar sár út í pistlahöfund Sifjar Sigmarsdóttur sem upplýsti alþjóð um það „í blaðinu þann sjötta mars sl. að faðir minn, Ævar Jóhannesson, væri níðingur svipaðrar tegundar og Nígeríusvindlarar eða þá þeir sem standa fyrir píramídasvindli.“ Þetta má heita krassandi fyrirsögn og grípandi byrjun á pistli, enda lét lesturinn ekki á sér standa. Pistillinn er svo í öfugmælastíl þar sem Þórarinn rekur starf „níðingsins“ föður síns sem fórnaði miklu við að brugga lúpínuseyði fyrir krabbameinssjúka, og tók ekkert fyrir. „Það var soðið á öllum hellunum á eldavélinni, þannig að maður fékk stundum ekki að borða fyrr en eftir dúk og disk, nú eða komast í bað, þar sem baðkarið var fyllt með ísköldu vatni og notað til að halda seyðinu köldu á heitum sumardögum. Sumarfrí urðu aldrei lengri en langar helgar, því það þurfti að komast í bæinn til að framleiða meira. Allt var þetta gert svo níðingurinn gæti fullnægt annarlegum hvötum sínum og afhent blásaklausum fórnarlömbunum, sem stóðu nú í röð við útidyrnar, ókeypis lúpínuseyði.“Hildur Björnsdóttir telur vafasamt að skrifa illt innræti á trúarbrögð múslima, sem trúa á kærleika og frið.7. Úlfar í trúargæru Í þeirri grein sem er í sjöunda sæti yfir mest lesnu fréttir ársins kemur inn á annað sem einkenndi árið, þó hún hafi birst strax í janúar. Fyrirboði árásanna í París, en Hildur Björnsdóttir, sem búsett er í London, leggur út af árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo. Hildur vill meina að ekki sé hægt að skrifa þær árásir, né aðrar, á trú sem slíka. Hildur lýkur pistli sínum svohljóðandi: „Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.“Kristín Ýr rakti hremmingasögu sína en hún fór víða með kornabarn sitt um heilbrigðiskerfið þar tíl hún fékk greiningu á veikindum þess.8. Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Grein sem Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifaði og fjallar um hremmingar hennar í tengslum við heilbrigðiskerfið, vakti mikla athygli. Þar vildi enginn hlusta á hana varðandi veikindi kornabarns síns og vildu menn skrifa þetta á þunglynda móður í móðursýkiskasti, eins og Kristín Ýr orðar það sjálf. Eftir langa þrautagöngu kom loks kom niðurstaða. „Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni.“Þorgrímur Einar Guðbjartsson skrifaði um málefni sem brennur á mörgum landsmönnum.9. Get ég safnað mér 5 milljónum í eigið fé til íbúðakaupa með þau laun sem ég hef? Næsta grein á lista fær seint verðlaun fyrir snjalla fyrirsögn, hún er löng og segir nánast söguna alla. En, lesendur settu þetta ekki fyrir sig nema síður sé. Heldur lásu pistilinn af mikilli athygli. Hér skrifar Þorgrímur Einar Guðbjartsson en pistill hans birtist í febrúar og hann fjallar um málefni sem hlýtur að brenna á flestum landsmönnum. Nefnilega það að ná ekki endum saman. Þorgrímur Einar reiknar ímyndaðar tekjur ungra hjóna með þrjú börn. Og hann kemst að því að tekjur þeirra eru 5,733.828 krónur á ári en útgjöldin eru hins vegar 7.694.028. Tapið á heimilisrekstrinum er því tæpar tvær milljónir á ári. Margir fundu sig í þessu reiknisdæmi Þorgríms.Biggi lögga hefur notið mikilla vinsælda sem pistlahöfundur og hann kemst inn á topp tíu listann, og fer vel á að hann reki lestina í þessari samantekt.10. Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Fyrirsögn pistilsins sem situr í 10. sæti yfir mest lesnu greinar ársins, og þeim síðasta sem nefndur er til sögunnar í þessari samantekt, er eiginlega of góð til að vera sönn. En, svona er þetta nú samt: Vinsamlegast hættið þessari vitleysu. Já, þessu er alveg að ljúka. En, þessi pistill er allrar athygli verður. Pistlahöfundur er líklega sá frægasti sem hér er nefndur til sögunnar, nefnilega Birgir Örn Guðjónsson alías Biggi lögga. Biggi vakti mikla athygli á árinu fyrir skoðanir sínar og framgöngu en hann tilkynnti reyndar seinni part árs að hann ætlaði að setja Bigga löggu inní skáp. Það er önnur saga. Í þessum pistli talar Biggi sem faðir. Hann segir frá því að dóttir hans er að fara í samræmd próf í fjórða bekk, og greinir frá textadæmi sem haft er fyrir börnunum. „Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta,“ segir Biggi og víst er að fjöldinn allur er honum sammála, eins og svo oft. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Þó nú eigi allir sitt gjallarhorn, geti lagt orð í belg á samfélagsmiðlum, opinberum vettvangi, og einhver gæti sagt að offramboð sé á skoðunum, hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Hér verða nefndir til sögunnar þeir viðhorfspistlar sem Fréttablaðið/Vísir birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – lesendabréfin sýna hvað var efst á baugi á árinu sem er að líða.Friðgeir Sveinsson nýtur þess heiðurs að hafa skrifað þann pistil sem mesta athygli vakti á árinu sem er að líða.1. Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Enn og aftur tókst Hildi Lilliendahl, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg, að hræra upp í samfélaginu með umdeildum athugasemdum sínum á árinu. Ein þeirra var svohljóðandi: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu,“ skrif sem Hildur setti fram í tengslum við sjómannadaginn. Ummælin vöktu verulega gremju meðal sjómanna, en Hildur sagði menn misskilja sig. Vinsælasta lesendagrein ársins eru viðbrögð við ummælum Hildar, rétt eins og fyrirsögnin segir til um. Friðgeir Sveinsson segir Hildi sögu sem snýr að því álagi og þeim hættum sem fylgja því að vera sjómaður. Pistlinum lýkur á fremur harkalegum nótum, Friðgeir lætur Hildi heyra það: „Það misskildi þig enginn Hildur. Það sjá það allir hugsandi einstaklingar að þú ert illa innrætt manneskja sem er drifin af hatri og heift útí karlkynið. Og mér er fyrirmunað að skilja hvernig að nokkur vitiborin manneskja er tilbúinn að leggja blessun sína yfir þín verk og aðkomu í jafnréttismálum þegar hatur og ofstæki er framlag þitt til málaflokksins.“Kári Örn hundskammar Jónu Ósk í pistli sem vakti mikla athygli.2. Hálf öld af ömurleika Sú grein sem er í öðru sæti á topplista yfir skoðanagreinar ársins er einnig svargrein; Kári Örn Hinriksson bregst við grein sem Jóna Ósk skrifar og birtist á blogghluta Smartlands undir yfirskriftinni „Ömurlegasta afmælisgjöf ævinnar“. Greinin fjallar um þá dramatísku lífsreynslu sem Jóna þurfti að ganga í gegn um „þegar að hún fékk fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum og hræðilegan eftirleik af þessari gjöf sem hafði greinilega djúp áhrif á sálartetur hennar,“ skrifar Kári Örn sem sjálfur hefur mátt berjast við krabbamein árum saman. „Í pakkanum var próf til þess að mæla ósýnilegt blóð í hægðum, en slík próf kosta ekki nema rúmlega 5000 krónur út í næsta apóteki og því greinilega um ómerkilega og ódýra, skíta-gjöf að ræða,“ heldur Kári Örn áfram miskunnarlaus; en Jóna Ósk hafði, líkt og Hildur Lilliendahl, sagt að hún hafi verið misskilinn, þegar viðbrögðin voru ekki í samræmi við væntingar. Þetta rekur Kári Örn og tekur ekki mikið mark á því: „Jóna Ósk hefur fengið að lifa í hálfa öld en skrif hennar gefa það ekki til kynna. Ef eitthvað eins og lítill pakki, sem bjargar mannslífum, fer svona rosalega í einhvern, getur sá hinn sami ekki verið mjög lífsreyndur, eða haft mikinn skilning á því hversu dýrmætt lífið er.“3. Launaseðill hjúkrunarfræðings Verkföll og samningaviðræður voru einkennandi fyrir árið 2015 og það sýnir topp tíu listinn yfir þær greinar sem mesta athygli vöktu á árinu, meðal annars. Í þriðja sæti á lista er snarpur pistill Ingibjargar Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings frá í júní. Fyrirsögnin er grípandi í einfaldleika sínum: Launaseðill hjúkrunarfræðings. „Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu,“ segir Ingibjörg meðal annars og birtir launaseðil sinn.Ingibjörg, Aðaheiður Gígja og Jóhanna María fjölluðu um kjarabaráttuna í pistlum sem allir vöktu verulega athygli.4. Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga?Pistillinn í fjórða sæti af sama meiði og sá í þriðja sætinu; Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur í Blóðbankanum, telur brenglað verðmætamat ríkjandi á Íslandi og hún hefur pistil sinn á krassandi tilvitnun: „„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu.“ Pistill Aðalheiðar Gígju birtist í maí og líkt og þar Ingibjörg vill hún að nám sitt og þekking sé metin að verðleikum: „Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“5. Til þeirra sem skömmina eiga Enn einn pistillinn sem fjallar um kjaramál er skrifaður af Jóhönnu Maríu Jónsdóttur sjúkraþjálfara en hann birtist í maí. Hún segir fyrst frá því að hún hafi, þegar umræðan um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi staðið sem hæst hafi hún öðlast hugrekki til að greina frá því að hún sjálf hafi mátt sæta slíku af hálfu nágranna síns. „Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“ Og í framhaldinu beinir Jóhanna María spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. „Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr.“Þórarinn Ævarsson var ekki ánægður með skrif Sifjar Sigmarsdóttur um föður sinn og lúpínuseyðið hans.6. Að alast upp með níðingum Í sjötta sætinu er enn einn pistillinn sem flokka má sem viðbrögð við öðrum pistli eða skoðun. Nú er það Þórarinn Ævarsson sem skrifar langa grein en Þórarinn er afar sár út í pistlahöfund Sifjar Sigmarsdóttur sem upplýsti alþjóð um það „í blaðinu þann sjötta mars sl. að faðir minn, Ævar Jóhannesson, væri níðingur svipaðrar tegundar og Nígeríusvindlarar eða þá þeir sem standa fyrir píramídasvindli.“ Þetta má heita krassandi fyrirsögn og grípandi byrjun á pistli, enda lét lesturinn ekki á sér standa. Pistillinn er svo í öfugmælastíl þar sem Þórarinn rekur starf „níðingsins“ föður síns sem fórnaði miklu við að brugga lúpínuseyði fyrir krabbameinssjúka, og tók ekkert fyrir. „Það var soðið á öllum hellunum á eldavélinni, þannig að maður fékk stundum ekki að borða fyrr en eftir dúk og disk, nú eða komast í bað, þar sem baðkarið var fyllt með ísköldu vatni og notað til að halda seyðinu köldu á heitum sumardögum. Sumarfrí urðu aldrei lengri en langar helgar, því það þurfti að komast í bæinn til að framleiða meira. Allt var þetta gert svo níðingurinn gæti fullnægt annarlegum hvötum sínum og afhent blásaklausum fórnarlömbunum, sem stóðu nú í röð við útidyrnar, ókeypis lúpínuseyði.“Hildur Björnsdóttir telur vafasamt að skrifa illt innræti á trúarbrögð múslima, sem trúa á kærleika og frið.7. Úlfar í trúargæru Í þeirri grein sem er í sjöunda sæti yfir mest lesnu fréttir ársins kemur inn á annað sem einkenndi árið, þó hún hafi birst strax í janúar. Fyrirboði árásanna í París, en Hildur Björnsdóttir, sem búsett er í London, leggur út af árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo. Hildur vill meina að ekki sé hægt að skrifa þær árásir, né aðrar, á trú sem slíka. Hildur lýkur pistli sínum svohljóðandi: „Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.“Kristín Ýr rakti hremmingasögu sína en hún fór víða með kornabarn sitt um heilbrigðiskerfið þar tíl hún fékk greiningu á veikindum þess.8. Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Grein sem Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifaði og fjallar um hremmingar hennar í tengslum við heilbrigðiskerfið, vakti mikla athygli. Þar vildi enginn hlusta á hana varðandi veikindi kornabarns síns og vildu menn skrifa þetta á þunglynda móður í móðursýkiskasti, eins og Kristín Ýr orðar það sjálf. Eftir langa þrautagöngu kom loks kom niðurstaða. „Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni.“Þorgrímur Einar Guðbjartsson skrifaði um málefni sem brennur á mörgum landsmönnum.9. Get ég safnað mér 5 milljónum í eigið fé til íbúðakaupa með þau laun sem ég hef? Næsta grein á lista fær seint verðlaun fyrir snjalla fyrirsögn, hún er löng og segir nánast söguna alla. En, lesendur settu þetta ekki fyrir sig nema síður sé. Heldur lásu pistilinn af mikilli athygli. Hér skrifar Þorgrímur Einar Guðbjartsson en pistill hans birtist í febrúar og hann fjallar um málefni sem hlýtur að brenna á flestum landsmönnum. Nefnilega það að ná ekki endum saman. Þorgrímur Einar reiknar ímyndaðar tekjur ungra hjóna með þrjú börn. Og hann kemst að því að tekjur þeirra eru 5,733.828 krónur á ári en útgjöldin eru hins vegar 7.694.028. Tapið á heimilisrekstrinum er því tæpar tvær milljónir á ári. Margir fundu sig í þessu reiknisdæmi Þorgríms.Biggi lögga hefur notið mikilla vinsælda sem pistlahöfundur og hann kemst inn á topp tíu listann, og fer vel á að hann reki lestina í þessari samantekt.10. Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Fyrirsögn pistilsins sem situr í 10. sæti yfir mest lesnu greinar ársins, og þeim síðasta sem nefndur er til sögunnar í þessari samantekt, er eiginlega of góð til að vera sönn. En, svona er þetta nú samt: Vinsamlegast hættið þessari vitleysu. Já, þessu er alveg að ljúka. En, þessi pistill er allrar athygli verður. Pistlahöfundur er líklega sá frægasti sem hér er nefndur til sögunnar, nefnilega Birgir Örn Guðjónsson alías Biggi lögga. Biggi vakti mikla athygli á árinu fyrir skoðanir sínar og framgöngu en hann tilkynnti reyndar seinni part árs að hann ætlaði að setja Bigga löggu inní skáp. Það er önnur saga. Í þessum pistli talar Biggi sem faðir. Hann segir frá því að dóttir hans er að fara í samræmd próf í fjórða bekk, og greinir frá textadæmi sem haft er fyrir börnunum. „Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta,“ segir Biggi og víst er að fjöldinn allur er honum sammála, eins og svo oft.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira