Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2015 21:00 Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.” Bárðarbunga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.”
Bárðarbunga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira