Stórt framfaraskref fyrir bæði Hof og Hörpu Magnús Guðmundsson skrifar 22. desember 2015 15:45 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, yfirmaður tónlistarsviðs MAK, Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, Sigurður Kristinsson, formaður stjórnar MAK, og Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri LA, við undirritun samningsins. Í gær var undirritaður samstarfsamningur um menningarbrú á milli Hörpu í Reykjavík og Hofs á Akureyri. Stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og stjórn Menningarfélags Akureyrar (MAk) fyrir hönd menningarhússins Hofs standa að samningnum sem er liður í viðleitni menningarhúsanna beggja til að efla menningarstarf og auka sýnileika menningarframleiðslu um allt land. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem er yfirmaður tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, segir að í fyrsta lagi sé verið að auðvelda listamönnum sem starfa innan þessara tveggja húsa að geta verið báðum megin. „Við gerum samkomulag um fimmtíu prósent á leigu. Þannig að ég t.d. get farið með sinfóníuhljómsveit til Reykjavíkur án þess að fara á hausinn. Og ef ég er með markaðslega sterk verkefni eins og Dimmu og sinfóníuna um daginn þá er þetta bara mjög vel gerlegt og getur komið afar vel út. Eins var það með Þetta er grín, án djóks á vegum Leikfélags Akureyrar um daginn. En báðir þessir viðburðir tókust einstaklega vel bæði listrænt og markaðslega séð. Núna er þetta einfaldlega orðið skynsamlegur kostur að koma með framleiðslu að norðan og sýna fyrir sunnan.“ Framundan er stórsýningin Píla Pína í Hofi og Þorvaldur segir að þar sé á ferðinni fyrsta sýningin þar sem allar þrjár einingar MAK koma saman. „Þetta er fyrsta tilraunin í þessu að MAK í heild framleiði sýningu. Þetta er mikil hagræðing sem felst í þessu fyrir okkur fyrir norðan og svo ef vel tekst til er núna orðið möguleiki að það verði einhverjar sýningar fyrir sunnan. Eins er líka mikill ávinningur í þessu fyrir Hörpu sem á það t.d. til að sprengja utan af sér ráðstefnurnar sem þar eru haldnar, t.d. um ferðamál og annað slíkt, og þá er gott að geta leitað hingað norður. En svo má ekki gleyma að Harpa er líka í framleiðslu, eins og t.d. rússneska ballettinum sem var þar fyrir skömmu. Með þessum samningi opnast möguleikinn á að slíkar sýningar komi norður og það er frábært fyrir Akureyringa. En svona heilt á litið má segja að þetta feli í sér fyrir bæði húsin aukningu á öllu og fólk á vonandi eftir að njóta þess bæði hér fyrir norðan og fyrir sunnan. Svo er Sinfóníuhljómsveitin inni í þessu og stefnt að því að hún komi árlega til okkar sem er líka mikið gleðiefni.“ Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, var á leiðinni í flug þegar náðist í hann en hann tekur heils hugar undir ánægjuna með þennan tímamótasamning. „Ég get varla sagt þér hvað mér finnst þetta gott mál. Það sem er meginatriði frá okkar bæjardyrum séð er að Harpa er hús allra landsmanna. Við þurfum þá líka að sýna það með einhverjum hætti og þetta er stórt skref í rétta átt til þess.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í gær var undirritaður samstarfsamningur um menningarbrú á milli Hörpu í Reykjavík og Hofs á Akureyri. Stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og stjórn Menningarfélags Akureyrar (MAk) fyrir hönd menningarhússins Hofs standa að samningnum sem er liður í viðleitni menningarhúsanna beggja til að efla menningarstarf og auka sýnileika menningarframleiðslu um allt land. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem er yfirmaður tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, segir að í fyrsta lagi sé verið að auðvelda listamönnum sem starfa innan þessara tveggja húsa að geta verið báðum megin. „Við gerum samkomulag um fimmtíu prósent á leigu. Þannig að ég t.d. get farið með sinfóníuhljómsveit til Reykjavíkur án þess að fara á hausinn. Og ef ég er með markaðslega sterk verkefni eins og Dimmu og sinfóníuna um daginn þá er þetta bara mjög vel gerlegt og getur komið afar vel út. Eins var það með Þetta er grín, án djóks á vegum Leikfélags Akureyrar um daginn. En báðir þessir viðburðir tókust einstaklega vel bæði listrænt og markaðslega séð. Núna er þetta einfaldlega orðið skynsamlegur kostur að koma með framleiðslu að norðan og sýna fyrir sunnan.“ Framundan er stórsýningin Píla Pína í Hofi og Þorvaldur segir að þar sé á ferðinni fyrsta sýningin þar sem allar þrjár einingar MAK koma saman. „Þetta er fyrsta tilraunin í þessu að MAK í heild framleiði sýningu. Þetta er mikil hagræðing sem felst í þessu fyrir okkur fyrir norðan og svo ef vel tekst til er núna orðið möguleiki að það verði einhverjar sýningar fyrir sunnan. Eins er líka mikill ávinningur í þessu fyrir Hörpu sem á það t.d. til að sprengja utan af sér ráðstefnurnar sem þar eru haldnar, t.d. um ferðamál og annað slíkt, og þá er gott að geta leitað hingað norður. En svo má ekki gleyma að Harpa er líka í framleiðslu, eins og t.d. rússneska ballettinum sem var þar fyrir skömmu. Með þessum samningi opnast möguleikinn á að slíkar sýningar komi norður og það er frábært fyrir Akureyringa. En svona heilt á litið má segja að þetta feli í sér fyrir bæði húsin aukningu á öllu og fólk á vonandi eftir að njóta þess bæði hér fyrir norðan og fyrir sunnan. Svo er Sinfóníuhljómsveitin inni í þessu og stefnt að því að hún komi árlega til okkar sem er líka mikið gleðiefni.“ Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, var á leiðinni í flug þegar náðist í hann en hann tekur heils hugar undir ánægjuna með þennan tímamótasamning. „Ég get varla sagt þér hvað mér finnst þetta gott mál. Það sem er meginatriði frá okkar bæjardyrum séð er að Harpa er hús allra landsmanna. Við þurfum þá líka að sýna það með einhverjum hætti og þetta er stórt skref í rétta átt til þess.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira