Á vetrarsólstöðum er sólin í lægstu stöðu á himninum og nú fer sólin aftur að hækka á lofti, fram að sumarsólstöðum í júní.
Kvikmyndatökumenn fréttastofunnar, Friðrik Þór Halldórsson og Egill Aðalsteinsson, voru á ferð um borgina í dag og mynduðu fegurðina sem fyrir augu bar, eins og sjá má í spilaranum að ofan.
Að neðan má svo sjá ljósmyndir af fallegri Esjunni sem teknar voru í dag.



