Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 13:49 Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58