Prince leyfir veröldinni loksins að heyra útgáfuna hans af Creep Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 10:54 Prince hefur þótt ansi sérlundaður en virðist vera að mildast í afstöðu sinni er varðar birtingu tónlistar hans á netinu. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira