Það skiptir máli hverjir stjórna Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. desember 2015 07:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 sést vel að fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá hruni og ljóst að margar þær nauðsynlegu aðhaldsaðgerðir og breytingar á skattkerfinu sem gripið var til í kjölfar fjármálaáfallsins árið 2008 hafa skilað árangri. Það vekur hins vegar miklar áhyggjur hvernig hið aukna svigrúm í ríkisfjármálum er nýtt. Það nýtist þeim sem mest hafa á milli handanna á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjufólks. Það þarf ekki að vera þannig.Er markmiðið aukinn ójöfnuður? Meðal aldraðra og öryrkja eru hópar sem eiga oft í miklum fjárhagserfiðleikum. Í fjárlagafrumvarpinu eru þeir skildir eftir því kjör þeirra fylgja ekki þróun lágmarkslauna og eru ekki leiðrétt afturvirkt í samræmi við laun annarra, þar á meðal þingmanna. Viðmiðunarmörk barnabóta og vaxtabóta eru ekki látin fylgja verðlagsþróun og verða því mun lægri en áður. Á sama tíma er dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins þannig að fólk með 700.000 kr. í tekjur á mánuði fær 6.000 kr. á mánuði í skattalækkun en fólk á lægstu tekjunum fær engar skattalækkanir. Þegar allar tillögur ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar og lagðar saman við síðustu fjárlög má spyrja sig hvort það sé beinlínis markmið ríkisstjórnarinnar að skapa meiri ójöfnuð í samfélaginu.Ungt fólk vill réttlátt samfélag Ungt fólk tekur mikinn þátt samfélagsumræðunni og ljóst að krafan er um réttlátt og gagnsætt samfélag. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar ekki vilja eða þarfir ungs fólks. Áfram verður 25 ára og eldri, sem vilja í bóknám, haldið frá framhaldsskólunum og vísað á aðrar dýrari leiðir til náms. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarmenn hafna og sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki getu til að byggja upp réttlátt samfélag sem tryggir öllum betri lífskjör óháð efnahag. Við þetta bætist að ekkert bólar á marglofuðu húsnæðisbótakerfi og húsaleigubætur hækka ekki í samræmi við loforð sem voru gefin í tengslum við skuldaniðurfellinguna, þar sem leigjendur voru skildir eftir. Enginn peningur er settur í aðgerðir svo ungt fólk, sem situr fast í dýru og óöruggu húsnæði á leigumarkaði, geti skapað sér framtíðarheimili. Sá vandi bitnar meðal annars á börnum leigjenda en mörg þeirra skortir efnisleg gæði samkvæmt tölum Hagstofunnar.Við styðjum opinbera þjónustu Ríkisstjórnin sem nú situr hefur alltaf sett starfsemi Landspítalans í uppnám við fjárlagagerð sína. Það er athyglisvert í ljósi margítrekaðra yfirlýsinga stjórnarþingmanna um að forgangsraða eigi í þágu þjóðarsjúkrahússins. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að spítalinn geti á komandi ári staðið við nýgerða kjarasamninga, sinnt nauðsynlegu viðhaldi eða stytt nægilega of langa biðlista sem lengdust enn vegna verkfalla á árinu sem er að líða. Ofan á þetta bætist að fjárlög gera ekki ráð fyrir að spítalinn fái framlög til að mæta fólksfjölguninni, breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar eða hraðri fjölgun ferðamanna. Aftur á móti er tekið tillit til þessara þátta í samningum við sérgreinalækna og aðra einkarekna heilbrigðisþjónustu. Það er merki um ranga forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðisþjónustunni. Í því samhengi hafa jafnframt verið kynnt áform um aukinn einkarekstur í heilsugæslunni sem er ófjármagnaður í breytingartillögum stjórnarflokkanna við 2. umræðu fjárlaga. Það lýsir miklu skilningsleysi á vanda íslensks heilbrigðiskerfis að tefla auknum einkarekstri fram sem einu lausninni á vanda þess. Að það skuli gert án skýrrar stefnumörkunar eða umræðu í samfélaginu vekur eðlilega upp ótta um að stefnt sé að því að veikja opinbera þjónustu enn frekar og auka kostnaðarþátttöku sjúklinga. Sérstaklega þegar horft er til þess að ekki er verið að stíga mikilvægustu skrefin í heilbrigðismálum sem eru aukin fjárframlög til opinberra stofnana. Þær hafa haldið úti góðri þjónustu á miklum niðurskurðartímum sem hófust fyrir hrun. Nú er komið að þolmörkum, skýr merki þess eru m.a. alvarleg staða á Landspítalanum og lítil nýliðun heimilislækna.Betri vegi og góð störf á landsbyggðinni Nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins eru látnar sitja á hakanum í fjárlagafrumvarpinu. Of hæg uppbygging á ferðamannastöðum, nánast engar nýjar vegaframkvæmdir og ófullnægjandi vetrarþjónusta á vegum úti bitnar illa á íbúum landsbyggðarinnar. Byggðastefna sem byggir á handahófskenndum hugmyndum um uppbyggingu álvers á Skagaströnd og útdeilingu peninga frá forsætisráðuneytinu í húsafriðun er ekki líkleg til árangurs. Á meðan er sóknaráætlun landshluta vanfjármögnuð og önnur verkefni sem skapa ný og verðmæt störf ekki til. Tækifærum til að afla tekna af atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu, sem einna mest bera úr býtum, er alveg sleppt án þess að færa fyrir því nein haldbær rök.Tækifærin eru til staðar Við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 voru góð tækifæri til að skapa enn betra samfélag, byggt á sanngjarnri skiptingu þeirra gæða sem við eigum á Íslandi og leggja grundvöll að þjóðfélagi sem stenst samanburð við önnur norræn ríki. Þau tækifæri liggja enn ónýtt og haldið er áfram á braut sem allir sjá að leiðir til aukinnar misskiptingar þar sem forréttindahópar munu búa við betri stöðu en aðrir. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er ekki að finna trúverðuga sóknarstefnu fyrir Ísland, sem er líkleg til að stöðva flóttann frá landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 sést vel að fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá hruni og ljóst að margar þær nauðsynlegu aðhaldsaðgerðir og breytingar á skattkerfinu sem gripið var til í kjölfar fjármálaáfallsins árið 2008 hafa skilað árangri. Það vekur hins vegar miklar áhyggjur hvernig hið aukna svigrúm í ríkisfjármálum er nýtt. Það nýtist þeim sem mest hafa á milli handanna á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjufólks. Það þarf ekki að vera þannig.Er markmiðið aukinn ójöfnuður? Meðal aldraðra og öryrkja eru hópar sem eiga oft í miklum fjárhagserfiðleikum. Í fjárlagafrumvarpinu eru þeir skildir eftir því kjör þeirra fylgja ekki þróun lágmarkslauna og eru ekki leiðrétt afturvirkt í samræmi við laun annarra, þar á meðal þingmanna. Viðmiðunarmörk barnabóta og vaxtabóta eru ekki látin fylgja verðlagsþróun og verða því mun lægri en áður. Á sama tíma er dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins þannig að fólk með 700.000 kr. í tekjur á mánuði fær 6.000 kr. á mánuði í skattalækkun en fólk á lægstu tekjunum fær engar skattalækkanir. Þegar allar tillögur ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar og lagðar saman við síðustu fjárlög má spyrja sig hvort það sé beinlínis markmið ríkisstjórnarinnar að skapa meiri ójöfnuð í samfélaginu.Ungt fólk vill réttlátt samfélag Ungt fólk tekur mikinn þátt samfélagsumræðunni og ljóst að krafan er um réttlátt og gagnsætt samfélag. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar ekki vilja eða þarfir ungs fólks. Áfram verður 25 ára og eldri, sem vilja í bóknám, haldið frá framhaldsskólunum og vísað á aðrar dýrari leiðir til náms. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarmenn hafna og sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki getu til að byggja upp réttlátt samfélag sem tryggir öllum betri lífskjör óháð efnahag. Við þetta bætist að ekkert bólar á marglofuðu húsnæðisbótakerfi og húsaleigubætur hækka ekki í samræmi við loforð sem voru gefin í tengslum við skuldaniðurfellinguna, þar sem leigjendur voru skildir eftir. Enginn peningur er settur í aðgerðir svo ungt fólk, sem situr fast í dýru og óöruggu húsnæði á leigumarkaði, geti skapað sér framtíðarheimili. Sá vandi bitnar meðal annars á börnum leigjenda en mörg þeirra skortir efnisleg gæði samkvæmt tölum Hagstofunnar.Við styðjum opinbera þjónustu Ríkisstjórnin sem nú situr hefur alltaf sett starfsemi Landspítalans í uppnám við fjárlagagerð sína. Það er athyglisvert í ljósi margítrekaðra yfirlýsinga stjórnarþingmanna um að forgangsraða eigi í þágu þjóðarsjúkrahússins. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að spítalinn geti á komandi ári staðið við nýgerða kjarasamninga, sinnt nauðsynlegu viðhaldi eða stytt nægilega of langa biðlista sem lengdust enn vegna verkfalla á árinu sem er að líða. Ofan á þetta bætist að fjárlög gera ekki ráð fyrir að spítalinn fái framlög til að mæta fólksfjölguninni, breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar eða hraðri fjölgun ferðamanna. Aftur á móti er tekið tillit til þessara þátta í samningum við sérgreinalækna og aðra einkarekna heilbrigðisþjónustu. Það er merki um ranga forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðisþjónustunni. Í því samhengi hafa jafnframt verið kynnt áform um aukinn einkarekstur í heilsugæslunni sem er ófjármagnaður í breytingartillögum stjórnarflokkanna við 2. umræðu fjárlaga. Það lýsir miklu skilningsleysi á vanda íslensks heilbrigðiskerfis að tefla auknum einkarekstri fram sem einu lausninni á vanda þess. Að það skuli gert án skýrrar stefnumörkunar eða umræðu í samfélaginu vekur eðlilega upp ótta um að stefnt sé að því að veikja opinbera þjónustu enn frekar og auka kostnaðarþátttöku sjúklinga. Sérstaklega þegar horft er til þess að ekki er verið að stíga mikilvægustu skrefin í heilbrigðismálum sem eru aukin fjárframlög til opinberra stofnana. Þær hafa haldið úti góðri þjónustu á miklum niðurskurðartímum sem hófust fyrir hrun. Nú er komið að þolmörkum, skýr merki þess eru m.a. alvarleg staða á Landspítalanum og lítil nýliðun heimilislækna.Betri vegi og góð störf á landsbyggðinni Nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins eru látnar sitja á hakanum í fjárlagafrumvarpinu. Of hæg uppbygging á ferðamannastöðum, nánast engar nýjar vegaframkvæmdir og ófullnægjandi vetrarþjónusta á vegum úti bitnar illa á íbúum landsbyggðarinnar. Byggðastefna sem byggir á handahófskenndum hugmyndum um uppbyggingu álvers á Skagaströnd og útdeilingu peninga frá forsætisráðuneytinu í húsafriðun er ekki líkleg til árangurs. Á meðan er sóknaráætlun landshluta vanfjármögnuð og önnur verkefni sem skapa ný og verðmæt störf ekki til. Tækifærum til að afla tekna af atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu, sem einna mest bera úr býtum, er alveg sleppt án þess að færa fyrir því nein haldbær rök.Tækifærin eru til staðar Við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 voru góð tækifæri til að skapa enn betra samfélag, byggt á sanngjarnri skiptingu þeirra gæða sem við eigum á Íslandi og leggja grundvöll að þjóðfélagi sem stenst samanburð við önnur norræn ríki. Þau tækifæri liggja enn ónýtt og haldið er áfram á braut sem allir sjá að leiðir til aukinnar misskiptingar þar sem forréttindahópar munu búa við betri stöðu en aðrir. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er ekki að finna trúverðuga sóknarstefnu fyrir Ísland, sem er líkleg til að stöðva flóttann frá landinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun