Öld olíunnar liðin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2015 18:30 Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Vísir Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór. Loftslagsmál Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór.
Loftslagsmál Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira