Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2015 16:55 Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. Vísir/GVA „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
„Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira