Gunnar Nelson missti af risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Gunnar Nelson fékk mörg högg í bardaganum. Vísir/Getty Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15
Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11
Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46
Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04