Brandari Össurar um Brynjar sem hann lagði ekki í að segja á skötukvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2015 22:57 Össur Skarphéðinsson með 22 punda urriða sem hann veiddi í Öxará um árið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015 Alþingi Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015
Alþingi Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira